Tímamót hjá Curry og Orlando batt enda á fjórtán leikja taphrinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 09:33 Giannis Antetokounmpo í baráttunni í leiknum í nótt. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu og þá gerði Cleveland Cavaliers góða ferð vestur til Oakland. Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira