„Getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 21:25 Hannes S. Jónsson segir að ekki sé hægt að fara eftir reglubókinni á tímum sem þessum. Stöð 2 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að líta verði framhjá öllum reglum sambandsins varðandi heimaleiki Grindvíkinga í þessum fordæmalausu aðstæðum. Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira