Lífið

Ri­hanna syngur á Óskarnum

Söngkonan Rihanna kemur fram á Óskarnum 12. mars næstkomandi. Hún mun fylgja eftir stórbrotna hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni, þar sem hún sló í gegn.

Lífið

Loreen gæti snúið aftur

Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 

Lífið

Kennarinn hafi notfært sér ungan aldur hennar

Raunveruleikastjarnan Paris Hilton hefur gengið í gegnum margt á sinni ævi. Í forsíðuviðtali við Glamour tímaritið opnar hún sig um hluti sem hún segist ekki einu sinni hafa sagt fjölskyldunni sinni frá áður.

Lífið

Glímdi tvisvar við fæðingarþunglyndi

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair tímaritsins í mars. Í viðtalinu ræðir Kylie meðal annars um það að glíma við fæðingarþunglyndi.

Lífið

Geggjuð íbúð og enn flottari svalir

Arnar Már Davíðsson, eigandi Ketchup sem er bæði framleiðslufyrirtæki og auglýsingastofa, tók fallega íbúð í gegn við Njálsgötu í miðborg Reykjavíkur ásamt unnustu sinni Brynju Kúlu Guðmundsdóttur.

Lífið

Klæddi sig upp sem Halldór Benjamín á öskudaginn

Þó svo að öskudagurinn sé hvað mest fyrir krakkana þá tekur að sjálfsögðu mikið af fullorðnu fólki þátt í hátíðarhöldunum. Lögmaðurinn Konráð Jónsson er einn þeirra sem tók þátt en hann fékk innblástur frá kjaradeilunni fyrir sinn búning.

Lífið

Fölsk ekkja étur lifandi dverg­snjáldru

Vísindamenn við Háskólann í Galway á Írlandi birtu nýlega myndband af falskri ekkju (e. False Widow Spider) að éta dvergsnjáldru. Snjáldran er friðuð á Írlandi en köngulóin hefur aldrei áður sést ráðast á hana. 

Lífið

Hefur aldrei fundið fyrir fordómum

„Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi.

Lífið

Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu

Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay.

Lífið

Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með

Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið

Býst við allt að þrjú þúsund börnum

Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag.

Lífið

Sagði nei við Bond eftir afar­kost frá eigin­konunni

Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. 

Lífið

Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks

Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra.

Lífið

Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook

„Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“

Lífið

Hræðilegur hluti af starfinu

Á hverju ári fer kvikmyndagerðarfólk í miklar herferðir þegar líða fer að verðlaunahátíðum. Emma Thompson er þó ekki hrifin af þessu og segir slíkar herferðir vera „hræðilegar.“

Lífið

Þorvaldur Davíð tók við viðurkenningu í Berlín

Þorvaldur Davíð Kristjánsson tók í gær við viðurkenningu á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Leikarinn er einn af tíu sem valinn var í Shooting Stars hópinn í ár. Samtökin European Film Promotion (EFP) velja á hverju ári tíu unga og efnilega leikara og leikkonur í hópinn.

Lífið