Lífið

Tony Sirico er látinn

Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést.

Lífið

Fönguðu sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube hafa um árabil fangað hina ýmsu atburði með háhraðamyndavélum. Allt frá hefðbundnum hlutum eins og blöðrur að springa og diskar að brotna í sprengingar og skot úr fallbyssum. Nú fönguðu þeir sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu.

Lífið

Kara hvetur fólk til að gera betur

Kara Kristel Signýjardóttir er förðunarfræðingur, móðir og áhrifavaldur með meiru. Hún er með stóran fylgjendahóp og hefur nú nýverið fjallað um skaðsemi tískuiðnaðarins á Instagram og gert tilraun til þess að ýta undir umhverfisvænni neyslumynstur hjá fylgjendum sínum.

Lífið

„Stimplaðar sem einungis kyntákn“

Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu.

Lífið

„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“

Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.

Lífið

Stórleikarinn James Caan er látinn

Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan.

Lífið

Til mikils að vinna slái maður ekki garðinn sinn

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur mætti í Bítið til að ræða um Villigarðahreyfinguna sem hefur talað fyrir því að fólk slái ekki garða sína og hvað maður gæti grætt á að leyfa garðinum að vaxa villtum. Hún segir að slái maður ekki garðinn sinn geti ýmsar skemmtilegar plöntur farið að vaxa auk þess sem það viðhaldi líffræðilegum fjölbreytileika.

Lífið

Bubbi Morthens með nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gaf út nýtt lag í dag sem heitir „Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu). Hann segir lagið gefa til kynna það sem sé væntanlegt á næstu mánuðum. 

Lífið

Var látin vigta sig í beinni

Victoria Beckham rifjar upp slæma lífsreynslu þegar hún var látin vigta sig í beinni útsendingu skömmu eftir að hafa eignast frumburðinn sinn Brooklyn í viðtali við Vogue Ástralíu.

Lífið

Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet

Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum.

Lífið

Helvítis kokkurinn: Pulled pork samloka

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Lífið

Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Óvænt árás mávs á rottu á Kársnesi náðist á myndband í dag. Mávurinn steypti sér úr loftinu á miklum hraða og greip rottuna í gogginum. Rottan féll skömmu síðar aftur til jarðar.

Lífið

Jakka­fata­klæddir ung­herrar til friðs á Ís­landi

Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum.

Lífið

„Mjög grimm örlög“

Hjónin Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona og Jón Þór Hauksson knattspyrnuþjálfari mættust í Ísskápastríði hjá Evu Laufeyju og Gumma Ben. Í þessum viðburðaríka þætti kom meðal annars í ljós að hjónin hafa ólíkan smekk á mat.

Lífið

Fræg pör sem giftu sig 4. júlí

Í gær var þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, hinn 4.júlí en hann er einnig brúðkaupsdagur margra frægra para sem völdu daginn til þess að gera að sínum. 

Lífið

„Ég myndi vilja eignast fleiri börn“

Söngkonan Adele sagði að hún væri með áhuga á því að eignast fleiri börn í framtíðinni, ef það er í boði, í viðtali við BBC. Fyrir á hún rúmlega níu ára son, Angelo, með fyrrverandi eiginmanni sínum.

Lífið

Lindsay Lohan gifti sig

Lindsay Lohan hefur gengið í það heilaga með fjármálamanninum Bader Shammas eftir að hafa tilkynnt um trúlofun þeirra í nóvember á síðasta ári. 

Lífið

Emil í Kattholti er mættur á Spotify

Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna.

Lífið