Lífið

Gefur lagið loksins út tíu árum síðar

Tónlistarkonan og læknaneminn Guðrún Ólafsdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu ЯÚN, var að gefa út lagið Móðurást. Texti lagsins er úr samnefndu ljóði Jónasar Hallgrímssonar en í dag er dagur íslenskrar tungu sem haldinn er á fæðingardegi skáldsins.

Tónlist

Dúndur­diskó Bragi Valdimar hlaut verð­­laun Jónasar

Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Menning

Ágengur fílsungi truflaði fréttamann

Fréttamaður KBC í Kenía var í sakleysi sínu að taka upp sjónvarpsfrétt um athvarf fyrir fíla í Naíróbí. Alvin Kaunda var að taka upp frétt þar sem hann fjallaði um ágengi fólksins og hvað hún hefði komið niður á fílum Afríku, þegar ágengan fílsunga bar að garði.

Lífið

Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna

Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaiss­ance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora.

Tónlist

„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“

Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum.

Lífið

Hryllingur hjá Queens

Þær Móna og Valla ætla að upplifa hrylling í kvöld. Þær munu spila leikinn Pacify en sá gengur út á að lifa af í húsi þar sem illur og ógnvænlegur draugur herjar á spilara.

Leikjavísir

Einvígi stjóranna heldur áfram

Einvígi stjóranna heldur áfram í kvöld, þar sem þeir Hjálmar Örn og Óli Jóels keppa um hvor nær betri árangri með lið sitt í fjórðu deildinni í Englandi í Football Manager 2023. Hjálmar stýrir Stockport og Óli stýrir Grimsby.

Leikjavísir

Ellefta barnið komið í heiminn og það tólfta á leiðinni

Barnamaskínan Nick Cannon er orðinn ellefu barna faðir. Hann eignaðist dótturina Zeppelin Cannon á þeim flotta degi 11.11. með plötusnúðinum Abby De La Rosa. Zeppelin er þá fjórða barnið sem Cannon eignast á þessu ári en það fimmta er væntanlegt í desember.

Lífið

Eigandi Eikund í VEST

Hönnunarbúðin VEST fagnar tveggja ára afmæli nú í janúar. Rúmgóður sýningarsalur VEST sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært. Nýlega hefur VEST kynnt hið einstaka Norksa fyrirtæki Eikund í verslun sinni að Ármúla, 17.

Lífið samstarf

„Hvað á ég að vera að dæma þig?“

„Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 

Lífið

Söng jólalög í garðinum fyrir dvalarkonur og þeirra börn

Ein fallegasta minning sem starfskonur Kvennaathvarfsins eiga úr athvarfinu er þegar Ellen og fjölskylda mættu fyrir utan Kvennaathvarfið á köldu vetrarkvöldi fyrir ein jólin í heimsfaraldrinum. Sungu þau og spiluðu fyrir dvalarkonur og börnin í athvarfinu og var þetta ógleymanlegt kvöld.

Lífið

„Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“

Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði.

Tónlist

Kafa dýpra í Modern Warfare 2

Strákarnir í GameTíví ætla að halda áfram að spila hinn nýja Call of Duty: Mordern Warfare 2 í kvöld. Meðal annars ætla þeir að skoða hluta leiksins sem heitir Invasion en þar spila tuttugu spilarar gegn öðrum tuttugu og bottum.

Leikjavísir