Lífið

Bæta náms­mögu­leika barna með fat­lanir til muna

Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu.

Lífið

Giftu sig í undirgöngum

Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og athafnamaður, giftust hvort öðru við fallega athöfn á Flateyri síðastliðna helgi þar sem vinir og fjölskylda fögnuðu ástinni með þeim fram á rauða nótt. 

Lífið

Hús Kristínar og Arnars komið á sölu

Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það.

Lífið

Sonur Dóru Bjartar og Sæ­vars nefndur Brimir Jaki

Sonur Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa og Sævar Ólafssonar íþróttafræðings fékk nafnið Brimir Jaki í gær. Að sögn Dóru Bjartar er fyrra nafnið innblásið af bókmenntum en hið síðara verkalýðsbaráttu.

Lífið

Myndaveisla: LXS partý

Forsýningarpartý raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Bankastræti Club þar sem glamúrinn var allsráðandi. Í veislunni voru tveir fyrstu þættirnir sýndir og skálað var fyrir verkefninu. Margt var um manninn og voru gestir klæddir sínu fínasta pússi en stjörnur kvöldsins voru án efa LXS píurnar.

Lífið

GameTíví snýr aftur

Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Það verður margt um að vera hjá þeim og meðal annars rosaleg keppni þeirra á milli.

Leikjavísir

Gekk á reipi við eldgosið

Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því.

Lífið

Skærin sett í frost

Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu.

Lífið

„Verður í vöðvaminninu að eilífu“

Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision.

Tónlist

Dönsk prinsessa að skilja

Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn.

Lífið

Nope: Allt í lagi, ekkert spes

Eftir að hafa slegið í gegn með sínum fyrstu kvikmyndum Get Out og Us er meiri pressa á hrollvekjuleikstjóranum Jordan Peele og væntingarnar miklar. Þriðja kvikmynd hans, Nope, er nú komin í kvikmyndahús.

Gagnrýni

Leikkonan Denise Dowse látin

Bandaríska leikkonan Denise Dowse er látin 64 ára að aldri eftir baráttu við heilahimnubólgu. Dowse á að baki meira en þrjátíu ára leikferil í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum en hún er þekktust fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210 og The Guardian.

Lífið

„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“

Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Sumarlegt og seiðandi hjá Calvin Harris

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Calvin Harris skipar áttunda sæti Íslenska listans í þessari viku með hið seiðandi lag Potion þar sem söngkonan Dua Lipa og rapparinn Young Thug leika listir sínar við silkimjúka sumar tóna. Lagið hækkar sig um ellefu sæti á milli vikna.

Tónlist

„Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“

Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni.

Menning

Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega

Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið