
Menning

Frasabókin er svarti foli þessarar vertíðar
Ef pakkinn þinn líkist bók þá eru mestar líkur á að í honum leynist Arnaldur, Yrsa eða Ólafur Jóhann. Þessi þrjú eiga mest seldu skáldverk ársins samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda.

Hugmyndin að þungarokksballett kviknaði við uppvaskið
Selma Reynisdóttir, dansari og danshöfundur, var að vaska upp heima hjá sér á meðan hún hlustaði endurtekið á lagið Trooper með Iron Maiden. Í miðju stússinu tók hún eftir því að hún var farin að taka nokkur vel valin ballett spor í eldhúsinu sem smellpössuðu við ógleymalega bassalínu Steve Harris.

Myndaveisla: „Óendanlega þakklát öllum ofurkonunum“
Hópur listakvenna kom saman í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag á listræna dansviðburðinum Hringrás x Gasa.

„Það er ekki allt fyrir alla og það er allt í lagi“
„Það er alltaf berskjaldandi að sýna listina sína en það er aðeins auðveldara nú í annað sinn,“ segir listakonan Kristín Mjöll sem stendur fyrir sýningunni Skrúður í tískuversluninni Andrá.

„Það þýðir lítið að reyna að panta verk hjá mér“
Eggert Pétursson er einn dáðasti myndlistarmaður þjóðarinnar. Hann á ekkert verk eftir sjálfan sig, verkin eru rifin úr höndum hans en það tekur hann að jafnaði rúman mánuð að vinna hvert verk um sig.

Fagna tíu árum og hátt í tvö þúsund viðburðum
Í gær voru tíu ár liðin frá því að menningar-og tónleikastaðurinn Mengi hélt sína fyrstu tónleika. Í fyrra hlaut staðurinn heiðursverðlaun Norræna tónskáldaráðsins fyrir ómetanlegt framlag til nýrrar tónlistar.

Útkallsbók í topp tíu eins og svo oft áður
Það er helst að telja megi til tíðinda hversu tíðindalaus Bóksölulisti bókaþjóðarinnar er, eftir aðra helgi desember mánaðar.

Vonast til að veita nýja og ferska sýn á íslenska myndlistasögu
„Í hvert skipti sem farið er yfir söguna þá myndast nýr skilningur og ný mynd teiknast upp,“ segir myndlistarkonan Sigrún Hrólfsdóttir. Hún er ein tveggja kennara á námskeiðinu Íslensk myndlist í 150 ár sem hefst í janúar.

Viðbrögð múmínálfanna við heimsendi mikill innblástur
„Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga.

Myndaveisla: Andri Snær og Kristín Péturs heiðruðu íslenska jökla
Það var margt um manninn síðastliðinn fimmtudag þegar Fischersund frumsýndi aðra samstarfslínu sína með 66°Norður en um er að ræða ilminn Jöklalykt.

Þegar bókin hverfur úr jólapakkanum getum við kysst þetta bless
„Skemmtilegt, endilega. Ég er á flandri í Flandern og verð komin heim um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Svo hef ég nógan tíma,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í Þykkvabæ
Það verður líf og fjör í íþróttahúsinu í Þykkvabæ laugardaginn 9. desember klukkan 16:00 þegar Sinfóníuhljómsveit Suðurlands verður þar með stórtónleika undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

Fullt út úr dyrum og fólk beið í röð
Fullt var út úr dyrum þegar Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði í sjötta sinn um helgina en samkvæmt forsvarsmönnum sýningarinnar var fólk byrjað að mynda röð hálftíma áður en sýningin opnaði.

Haraldur hlaut Kærleikskúluna
Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember.

Níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna
Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna og kvára á Íslandi við athöfn á Borgarbókarsafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Orri óstöðvandi sækir að kónginum
Nýr bóksölulisti lítur dagsins ljós. Menn eru að koma sér fyrir. Eins og oft áður er Arnaldur Indriðason efstur, bæði í sölu þeirrar viku sem listinn tekur til sem og á uppsöfnuðum lista frá áramótum. En rithöfundar eru að koma sér fyrir á listum og skapa sér vígstöðu.

Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu
„Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu.

Leyfir náttúrunni að flæða í gegnum sig og inn í listaverkin
Listakonan Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Margfeldið á milli í Listvali um helgina. Þráðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í verkum Lilýar en hún talar ýmist um verk sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum.

Þessir fá listamannalaun 2024
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024.

Búið að úthluta listamannalaunum
Listamenn eru núna um þessar mundir að opna bréf frá Rannís en þar er þeim tilkynnt hvort þeir hreppi listamannalaun eða ekki.

Sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu
Sautján ára stúlka sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna segist aldrei hafa átt von á viðlíka viðtökum við fyrstu bók sinni. Hún er sú yngsta í sögunni sem hlýtur tilnefningu til þessara virtu verðlauna.

Þessir eru tilnefndir til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna
Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2023 voru kynntar nú rétt í þessu, í Eddu, húsi íslenskra fræða.

„Persónulegur smekkur fólks eitt af því okkur þykir vænt um að kynnast“
Gallery Port opnar sína áttundu jólasýningu á morgun, laugardaginn 2. desember. Sýningin heitir Jólagestir Gallery Port og yfir 60 listamenn taka þátt.

Listaverkauppboð á Instagram til styrktar Palestínu
Efnt hefur verið til listaverkauppboðs sem fram fer á samfélagsmiðlinum Instagram, til styrktar Palestínu. Meðal listamanna sem gefa verk sín í uppboðið eru Tolli Morthens og Kristín dóttir hans, Leifur Ýmir og Sólveig Pálsdóttir.

Nasistarnir kitla alltaf
Fyrir ári kom Skúli Sigurðsson, þá óþekktur, með miklum látum inn í íslenska rithöfundastétt. Ný bók hans Stóri bróðir, sló rækilega í gegn og var Skúli sæmdur sjálfum Blóðdropanum 2023, íslensku glæpasagnaverðlaununum fyrir hana.

Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“
Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur.

Arnaldur á toppnum og fátt fær því breytt
Þá lítur fyrsti jóla-bóksölulisti Félags íslenskra bókaútgefenda ljós. Listi vikunnar nær yfir tímabilið 1.-26. nóvember en fram að jólum verður listinn svo tekinn saman vikulega.

Söng á stærsta dansleik Þýskalands
„Þetta gekk glimrandi vel og það er mikill heiður að fá tækifæri af þessari stærðargráðu,“ segir Helga Dýrfinna Magnúsdóttir söngkona.

Vill njóta þess að skapa og samtímis ná að lifa af
Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir fann fljótt að hönnun hennar ætti erindi erlendis og stefnir því á að flytjast alfarið út með vinnustofu sína. Hún bjó lengi vel í London þar sem hún lagði stund á meistaranám í fatahönnun en neyddist til að klára námið heima á Íslandi vegna Covid. Sól er viðmælandi í Kúnst.

Innsýn í listræna veggi á heimilum fólks
Bókin Myndlist á heimilum veitir innsýn í myndlistargrósku landsins þar sem skyggnst er inn á heimili listaverkasafnara, listamanna og áhugafólks um myndlist á Íslandi.