Skoðun

Um siðferði blóðmerahalds

Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Í siðferðilegu tilliti skiptir mestu máli hvort þau dýr sem eru til ýmissa nytja manna séu ekki látin endurtekið og markvert þjást fyrir markmiðið. Dýr eru ekki lengur talin skynlaus og gleymin tæki manna líkt og lengi var haldið fram.

Skoðun

Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn.

Skoðun

Hvað er síon­ismi?

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Þau eru fá skammaryrðin sem eru orðin jafn gildishlaðin og neikvæð í hugum margra og „síonisti“. Gjarnan fylgir orðinu hrina af meintum samheitum, til dæmis „kynþáttahatari“, „landræningi“ og „nýlendusinni“. Við nánari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að fólk virðist eiga erfitt með að koma frá sér einfaldri og hlutlausri skilgreiningu síonismans. En nýlega gerði leikkonan Sarah Silverman heiðarlega tilraun til þess í hlaðvarpi sínu:

Skoðun

Horft til fram­­tíðar um ára­­mót

Jón Björn Hákonarson skrifar

Nú við áramót, þegar enn eitt árið hefur þotið hjá, er við hæfi að horfa til nýs árs með þeim verkefnum sem áætluð eru hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð á komandi ári. Framundan er að venju viðburðaríkt ár en verkefni sveitarfélagins á hinum ýmsu sviðum eru mörg.

Skoðun

Sam­staða eða frjáls­hyggja?

Skúli Helgason skrifar

Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í þjóðlífinu. Faraldurinn hefur markað djúp spor í líf okkar allra og hversdagslegur veruleiki hefur tekið stakkaskiptum með stöðugum hraðprófum, sóttkví, einangrun og röskun á daglegu lífi. Sterk samstaða þjóðarinnar um nauðsyn sóttvarnaraðgerða hefur verið aðalsmerki okkar í gegnum faraldurinn. Við þurfum að hafa úthald til að klára þá vakt þó vissulega hafi borið á auknu viðnámi tiltekinna einstaklinga og hópa á undanförnum mánuðum, sem er að sumu leyti skiljanlegt þegar við höfum staðið í þessari orrahríð í næstum tvö ár. En það segir líka sína sögu að smittölur hafa margfaldast og náð svimandi hæðum einmitt þegar brestir hafa komið í samstöðuna.

Skoðun

Skýjalausnir lykillinn að upplýsingakerfum framtíðarinnar

Rúnar Sigurðsson skrifar

Eldri upplýsingakerfi voru gjarnan með ýmis stoðkerfi inni í sjálfum grunnkerfunum. Það gerði þau óþarflega flókin og erfið í uppfærslu þegar nýjar útgáfur komu fram. Oft á tíðum voru uppfærslur það flóknar að nánast þurfti að setja kerfin upp frá grunni með viðeigandi kostnaði og einnig setja upp uppfærslur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig með ærnum kostnaði. Mörg fyrirtækin kusu því að uppfæra ekki á kostnað öryggis og hagræðingar með nýjum og öflugri upplýsingakerfum.

Skoðun

Ertu nokkuð að gleyma þér?

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

enn er árið á enda og þrátt fyrir ýmsar áskoranir tökum við nýju ári fagnandi með von í brjósti. Til siðs er að kveðja árið með ljósaleik og margir styðja við björgunarsveitirnar á þessum tímamótum, ýmist með flugeldakaupum, Rótarskoti eða frjálsum framlögum.

Skoðun

Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi

Jón Bjarni Steinsson skrifar

Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft.

Skoðun

Lyfja­efni Ís­teka gagnast m.a. við vernd villtra dýra

Arnþór Guðlaugsson skrifar

Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka.

Skoðun

Vest­firðir við árs­lok 2021

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir skrifar

Vestfirðir eru í sókn. Færin eru fjölmörg og ef horft er til ársins 2021 má segja að nokkrum góðum áföngum hafi verið náð á árinu. Rétt er við áramót að staldra við og líta til baka og reyna að meta hvað beri hæst á árinu varðandi þróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum.

Skoðun

Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn

Árný Elínborg skrifar

Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir.

Skoðun

Hrekkja­lómur hrærður yfir Ver­búð

Ísak Hinriksson skrifar

Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum.

Skoðun

Framtíð geðheilbrigðismála

Grímur Atlason og Sigrún Sigurðardóttir skrifa

Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist.

Skoðun

Á blóðslóð

Sigríður Jónsdóttir skrifar

Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla).

Skoðun

Mí­greni, vefjagigt, bak­verkir og aðrir lang­vinnir verkja­sjúk­dómar

Helga B. Haraldsdóttir skrifar

Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa.

Skoðun

Um kristna menningu (hug­leiðingar um jól)

Haukur Arnþórsson skrifar

Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv.

Skoðun

Húrra! Löggu- og bófa­leikur um jólin

Haukur V. Alfreðsson skrifar

Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar.

Skoðun

Hvað gerðist á jóladag?

Eva Hauksdóttir skrifar

Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist.

Skoðun

Þú mátt segja nei við jóla­gjöf maka þíns

Jenný Kristín Valberg skrifar

Nú þegar jólahátíðin fer að ganga í garð og öfl samfélagsins eru búin að sameinast um að senda þau boð út til allra að núna sé sá tími árs að renna upp þar sem ríkir friður, ró, gleði og hamingja þá langar mig að skrifa nokkur orð um annarskonar jólahátíð, jólahátíð sem veldur kvíða, hræðslu, spennu og óöryggi. 

Skoðun

Karlmenn sem elska konur

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Virðing, ást, traust, vinátta, frelsi, samvinna, öryggi og væntumþykja er það sem skapar gott samband og það er það sem bæði karlmenn og konur vilja í samböndum. Karlmenn vilja veita konum það því karlmenn elska konur alveg eins og konur elska karlmenn.

Skoðun

Kæra ríkis­stjórn!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun.

Skoðun