Hvalirnir, hafið og við Edda Elísabet Magnúsdóttir skrifar 11. júní 2024 11:30 Eru hvalir plága í vistkerfum sínum? Yfirlýsingar um yfirvofandi hvalaplágu á hafsvæðunum umhverfis Íslands hafa stungið upp kollinum á ný í fjölmiðlum síðustu daga. Því hefur verið haldið fram af ákveðnum hagsmunahópum að bregðast þurfi strax við offjölgun hvala með hvalveiðum. Slík rök halda ekki vatni. Skíðishvalir eru háðir lágmarks þéttleika til að geta viðhaldið stofninum en þola heldur ekki of mikinn þéttleika vegna innbyrðis samkeppni. Því er hröð offjölgun ólíklegri hjá slíkum tegundum. Hvalir ýta frekar undir stöðugleika vistkerfa með því að draga úr miklum sveiflum ýmissa fæðutegunda á fæðusvæðum sínum. Sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að einn af lykilþáttum í vistkerfum sjávar sem þarf að endurheimta og styrkja að nýju séu stærri sjávardýr sem tróni ofarlega í fæðukeðjunni, líkt og hvalir. Mikilvægur ávinningur af styrkingu stofna stórra sjávardýra geta verið aukin afköst í flæði næringarefna um vistkerfin, aukin kolefnisbinding vistkerfa og efling á lífbreytileika þeirra svæða. Stjórnun á stærð fiskistofna með hvalveiðum hefur mjög takmarkaðan vísindalegan rökstuðning. Auk þess eru það stærri fiskar og önnur rándýr sem taka töluvert meira en hvalir af nytjategundum Íslendinga. Rannsóknir hafa bent til að það þyrfti að margfalda veiðar á hvölum við Ísland til að þær gætu haft mælanleg áhrif á fiskistofna. Slíkar veiðar myndu öllu heldur ógna hvalastofnum verulega sem í kjölfarið gætu haft verulega neikvæð áhrif í vistkerfum sjávar. Ábyrg fiskveiðistjórnun, þar sem notast er við vistkerfanálgun, er líklegri til árangurs í viðhaldi sterkari fiskistofna. Frá upphafi iðnbyltingar hefur álag á lífríkið aukist stöðugt. Mengun, búsvæðaröskun og ofveiði hefur umturnað stórum hluta vistkerfa jarðar. Við mannfólkið erum plágan í þessu samhengi. Ekki langreyður og félagar sem hafa synt um heimsins höf í um 10 milljónir ára og staðið af sér gífurlegar breytingar í hafi. Mestu hamfarirnar á þessu langa tímabili standa yfir núna og eru af mannavöldum. Edda Elísabet Veiðar á hvölum Í dag eru það aðeins Íslendingar, Norðmenn og Japanir sem stunda atvinnuhvalveiðar. Við veiðar á hvölum eins og öðrum villtum stofnum gilda strangar reglugerðir sem þeim þjóðum sem veiðarnar stunda er gert að fylgja, hér er rýnt í tvo mikilvæga þætti: 1)Veiðarnar mega ekki ógna stofnum tegundarinnar. Ráðlegging á veiðum á í mesta lagi 161 langreyði á ári frá 2018-2025, en það væri um 4% af stofninum hefði kvótinn verið að fullu nýttur, er eflaust varfærnisleg hvað stofnstærð varðar. En það sem ráðgjöfin tekur ekki fyrir er sú óvissa sem ríkir um framtíð hvala í vistkerfum hafsins á næstu áratugum, hún tekur ekki fyrir þær ógnir sem steðja að stofnum hvala aðrar en hvalveiðar. Auk þessara álagsþátta sem hvalir búa nú við þá er ýmislegt annað sem getur unnið gegn þeim, má þar sérstaklega nefna frjósemi. Frjósemi er lág hjá langlífum tegundum eins og langreyðum og öðrum skíðishvölum þar sem kvendýrin eignast kálfa að jafnaði annað til þriðja hvert ár. Skíðishvalamæðurnar þurfa að vera hraustar og vel nærðar til að geta mjólkað nægilega þá 6-7 mánuði sem kálfurinn er á spena. Að því loknu er kálfurinn á eigin vegum og til að eiga líkur á að lifa af þarf hann að læra hvar fæðu er að finna. Nýlegar rannsóknir benda til þess að breytingar á útbreiðslumynstri fæðutegunda sumra skíðishvala hafi leitt til neikvæðra áhrifa á líkamsástand þeirra og frjósemi. Rauð flögg eru hér óneitanlega sjáanleg þar sem um ræðir veiðar úr stofni sem er undir miklu álagi nú þegar, er með lága frjósemi og reiðir sig á óstöðug búsvæði. 2)Drápin þurfa að vera mannúðleg. Ráðgjöf Alþjóðahvalveiðiráðsins sem Hafrannsóknastofnun styður við í ráðgjöf sinni til stjórnvalda tekur ekki tillit til veiðiaðferðanna sjálfra. Eins og kom fram í skýrslu MAST, sem byggði á eftirliti Fiskistofu í hvalveiðiskipum árið 2022, þá samræmast veiðar á stórhvelum ekki markmiðum laga um velferð dýra. Fagráð um velferð dýra komst að sömu niðurstöðu að vel ígrunduðu máli og var ráðið sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. Sem dæmi er ekki mögulegt að ákvarða kyn hvala frá veiðiskipunum né hvort þær hvalkýr sem veiddar eru séu kelfdar eða mjólkandi. Í reglugerð um hreindýraveiði er skýrt kveðið á um hve mörg hreindýr megi veiða á hverju ári og hvernig veiðum skuli skipt eftir svæðum, veiðitíma, aldri og kyni dýra, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar. Slíkum vinnubrögðum hvað varðar aldur og kyn er ekki hægt að vinna eftir við hvalveiðar. Þó er hægt að tryggja að áberandi smærri langreyðar séu ekki veiddar. Edda Elísabet Sérfræðingar sem ráðið ráðfærði sig við bentu jafnframt á að veiðar á stórhvelum væru ekki mögulegar án þess að dýrunum sé fylgt um tíma. Þar með sé verið að valda þeim og öðrum hvölum í grennd streitu og ótta. Eins og kemur fram í lögum um velferð dýra skulu dýr aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Miðgildi tímalengdar dauðastríðsins var 11,5 mínútur samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST, auk þess sem tvær langreyðar háðu dauðastríð í meira en eina klukkustund. Einn helsti sérfræðingur Norðmanna í hvalveiðum er dýralæknirinn Egil Ole Øen og er haft eftir honum í skýrslu fagráðsins að ekki sé hægt að tryggja skjótan dauðdaga hvalanna þrátt fyrir að skutli sé skotið á það svæði sem tilgrein er í ráðleggingum. Til samanburðar má aftur nefna hreindýraveiði. Í þeim veiðum er önnur skytta (leiðsögumaður) tilbúin til að fella dýrið strax verði fyrsta skotið feilskot. Það tekur aftur á móti rúmlega 7 mínútur að hlaða hvalaskutulinn að nýju, svo þarf að bíða eftir færi sem er ekki auðfengið ef hvalurinn kafar og syndir úr færi. Í rannsókn sem kom út 2009 um hvalveiðar Japana kom í ljós að um 20% veiddra hvala dó samstundis á meðan 80% hvalanna tók að jafnaði 10 mínútur að deyja. Því er fátt sem bendir með óhyggjandi hætti til þess að hvalveiðar séu mannúðlegar. Hafi lesendur áhuga á að kynna sér málið betur og þær vísindagreinar sem lagðar eru til grundvallar í þessari umræðu er vert að benda á skýrslu sem höfundur tók saman fyrir Matvælaráðuneytið árið 2023 um hvali í vistkerfi sjávar við Ísland. Höfundur er hvalasérfræðingur (PhD) og lektor í líffræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eru hvalir plága í vistkerfum sínum? Yfirlýsingar um yfirvofandi hvalaplágu á hafsvæðunum umhverfis Íslands hafa stungið upp kollinum á ný í fjölmiðlum síðustu daga. Því hefur verið haldið fram af ákveðnum hagsmunahópum að bregðast þurfi strax við offjölgun hvala með hvalveiðum. Slík rök halda ekki vatni. Skíðishvalir eru háðir lágmarks þéttleika til að geta viðhaldið stofninum en þola heldur ekki of mikinn þéttleika vegna innbyrðis samkeppni. Því er hröð offjölgun ólíklegri hjá slíkum tegundum. Hvalir ýta frekar undir stöðugleika vistkerfa með því að draga úr miklum sveiflum ýmissa fæðutegunda á fæðusvæðum sínum. Sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að einn af lykilþáttum í vistkerfum sjávar sem þarf að endurheimta og styrkja að nýju séu stærri sjávardýr sem tróni ofarlega í fæðukeðjunni, líkt og hvalir. Mikilvægur ávinningur af styrkingu stofna stórra sjávardýra geta verið aukin afköst í flæði næringarefna um vistkerfin, aukin kolefnisbinding vistkerfa og efling á lífbreytileika þeirra svæða. Stjórnun á stærð fiskistofna með hvalveiðum hefur mjög takmarkaðan vísindalegan rökstuðning. Auk þess eru það stærri fiskar og önnur rándýr sem taka töluvert meira en hvalir af nytjategundum Íslendinga. Rannsóknir hafa bent til að það þyrfti að margfalda veiðar á hvölum við Ísland til að þær gætu haft mælanleg áhrif á fiskistofna. Slíkar veiðar myndu öllu heldur ógna hvalastofnum verulega sem í kjölfarið gætu haft verulega neikvæð áhrif í vistkerfum sjávar. Ábyrg fiskveiðistjórnun, þar sem notast er við vistkerfanálgun, er líklegri til árangurs í viðhaldi sterkari fiskistofna. Frá upphafi iðnbyltingar hefur álag á lífríkið aukist stöðugt. Mengun, búsvæðaröskun og ofveiði hefur umturnað stórum hluta vistkerfa jarðar. Við mannfólkið erum plágan í þessu samhengi. Ekki langreyður og félagar sem hafa synt um heimsins höf í um 10 milljónir ára og staðið af sér gífurlegar breytingar í hafi. Mestu hamfarirnar á þessu langa tímabili standa yfir núna og eru af mannavöldum. Edda Elísabet Veiðar á hvölum Í dag eru það aðeins Íslendingar, Norðmenn og Japanir sem stunda atvinnuhvalveiðar. Við veiðar á hvölum eins og öðrum villtum stofnum gilda strangar reglugerðir sem þeim þjóðum sem veiðarnar stunda er gert að fylgja, hér er rýnt í tvo mikilvæga þætti: 1)Veiðarnar mega ekki ógna stofnum tegundarinnar. Ráðlegging á veiðum á í mesta lagi 161 langreyði á ári frá 2018-2025, en það væri um 4% af stofninum hefði kvótinn verið að fullu nýttur, er eflaust varfærnisleg hvað stofnstærð varðar. En það sem ráðgjöfin tekur ekki fyrir er sú óvissa sem ríkir um framtíð hvala í vistkerfum hafsins á næstu áratugum, hún tekur ekki fyrir þær ógnir sem steðja að stofnum hvala aðrar en hvalveiðar. Auk þessara álagsþátta sem hvalir búa nú við þá er ýmislegt annað sem getur unnið gegn þeim, má þar sérstaklega nefna frjósemi. Frjósemi er lág hjá langlífum tegundum eins og langreyðum og öðrum skíðishvölum þar sem kvendýrin eignast kálfa að jafnaði annað til þriðja hvert ár. Skíðishvalamæðurnar þurfa að vera hraustar og vel nærðar til að geta mjólkað nægilega þá 6-7 mánuði sem kálfurinn er á spena. Að því loknu er kálfurinn á eigin vegum og til að eiga líkur á að lifa af þarf hann að læra hvar fæðu er að finna. Nýlegar rannsóknir benda til þess að breytingar á útbreiðslumynstri fæðutegunda sumra skíðishvala hafi leitt til neikvæðra áhrifa á líkamsástand þeirra og frjósemi. Rauð flögg eru hér óneitanlega sjáanleg þar sem um ræðir veiðar úr stofni sem er undir miklu álagi nú þegar, er með lága frjósemi og reiðir sig á óstöðug búsvæði. 2)Drápin þurfa að vera mannúðleg. Ráðgjöf Alþjóðahvalveiðiráðsins sem Hafrannsóknastofnun styður við í ráðgjöf sinni til stjórnvalda tekur ekki tillit til veiðiaðferðanna sjálfra. Eins og kom fram í skýrslu MAST, sem byggði á eftirliti Fiskistofu í hvalveiðiskipum árið 2022, þá samræmast veiðar á stórhvelum ekki markmiðum laga um velferð dýra. Fagráð um velferð dýra komst að sömu niðurstöðu að vel ígrunduðu máli og var ráðið sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. Sem dæmi er ekki mögulegt að ákvarða kyn hvala frá veiðiskipunum né hvort þær hvalkýr sem veiddar eru séu kelfdar eða mjólkandi. Í reglugerð um hreindýraveiði er skýrt kveðið á um hve mörg hreindýr megi veiða á hverju ári og hvernig veiðum skuli skipt eftir svæðum, veiðitíma, aldri og kyni dýra, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar. Slíkum vinnubrögðum hvað varðar aldur og kyn er ekki hægt að vinna eftir við hvalveiðar. Þó er hægt að tryggja að áberandi smærri langreyðar séu ekki veiddar. Edda Elísabet Sérfræðingar sem ráðið ráðfærði sig við bentu jafnframt á að veiðar á stórhvelum væru ekki mögulegar án þess að dýrunum sé fylgt um tíma. Þar með sé verið að valda þeim og öðrum hvölum í grennd streitu og ótta. Eins og kemur fram í lögum um velferð dýra skulu dýr aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Miðgildi tímalengdar dauðastríðsins var 11,5 mínútur samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST, auk þess sem tvær langreyðar háðu dauðastríð í meira en eina klukkustund. Einn helsti sérfræðingur Norðmanna í hvalveiðum er dýralæknirinn Egil Ole Øen og er haft eftir honum í skýrslu fagráðsins að ekki sé hægt að tryggja skjótan dauðdaga hvalanna þrátt fyrir að skutli sé skotið á það svæði sem tilgrein er í ráðleggingum. Til samanburðar má aftur nefna hreindýraveiði. Í þeim veiðum er önnur skytta (leiðsögumaður) tilbúin til að fella dýrið strax verði fyrsta skotið feilskot. Það tekur aftur á móti rúmlega 7 mínútur að hlaða hvalaskutulinn að nýju, svo þarf að bíða eftir færi sem er ekki auðfengið ef hvalurinn kafar og syndir úr færi. Í rannsókn sem kom út 2009 um hvalveiðar Japana kom í ljós að um 20% veiddra hvala dó samstundis á meðan 80% hvalanna tók að jafnaði 10 mínútur að deyja. Því er fátt sem bendir með óhyggjandi hætti til þess að hvalveiðar séu mannúðlegar. Hafi lesendur áhuga á að kynna sér málið betur og þær vísindagreinar sem lagðar eru til grundvallar í þessari umræðu er vert að benda á skýrslu sem höfundur tók saman fyrir Matvælaráðuneytið árið 2023 um hvali í vistkerfi sjávar við Ísland. Höfundur er hvalasérfræðingur (PhD) og lektor í líffræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun