Viðskipti innlent

KPMG kaupir OZIO

KPMG á Íslandi hefur keypt rekstur OZIO, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á starfrænum lausnum fyrir Microsoft-vinnuumhverfið. Hjá OZIO starfa í dag fjórir starfsmenn en forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurjón Hákonarson.

Viðskipti innlent

Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir

Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota.

Viðskipti innlent

Reksturinn sem byrjaði og endaði í far­aldri

Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum.

Viðskipti innlent

Huld óskaði eftir að láta af störfum

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor.

Viðskipti innlent

Kea­hótel ætla í sókn á Sigló

Kea­hótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starf­semi þess á Siglu­firði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrir­tækisins. Fram­kvæmda­stjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferða­þjónustu á Ís­landi.

Viðskipti innlent

Loka­keppni Gull­eggsins 2022

Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi.

Viðskipti innlent

Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs

Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs.

Viðskipti innlent

Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu

Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu.

Viðskipti innlent