Viðskipti innlent

Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent

Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi.

Viðskipti innlent

Ferðamönnum fækki og verðið hækki

Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann.

Viðskipti innlent

Kreppir að í rekstri hvalaskoðunarfélaga

Afkoma hvalaskoðunarfélaga var mun verri á síðasta ári en árið á undan. Eigandi Eldingar segir hátt gengi krónunnar hafa dregið úr eftirspurn. Hvalaskoðunarfyrirtækin þurfi að finna jafnvægi í rekstrinum og áframhaldandi samþjöppun.

Viðskipti innlent

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent.

Viðskipti innlent