Gervigreind mun gerbreyta atvinnulífinu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Guðmundur segir að gervigreind geri fyrirtæki betri. Fréttablaðið/Ernir Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant. „Í gervigreind felst tækifæri til að skapa betri fyrirtæki og bjóða betri þjónustu,“ segir hann. Fæst fyrirtæki í heiminum hafa enn fundið fyrir áhrifum af gervigreind, að mati Guðmundar. Aðspurður um stöðu íslenskra fyrirtækja til að keppa við erlend fyrirtæki þegar kemur að innleiðingu á gervigreind segist hann telja að nær öll fyrirtæki í heiminum séu illa í stakk búin til að innleiða gervigreind. Hann mun flytja erindi á Alþjóðadegi viðskiptalífsins á mánudaginn sem millilandaráðin standa að. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030? Guðmundur bendir á að endrum og eins og spretti fram ný tækni sem gerbylti öllu. Þekkt dæmi séu prent- og gufuvélin. Gervigreind geri það að verkum að tölvur geti lært í stað þess að fylgja eingöngu fyrirmælum. „Þetta er ofureinföldun,“ segir Guðmundur. „Gervigreind opnar möguleika sem stóðu ekki til boða fyrir fimm árum,“ segir hann og nefnir að gervigreind geti greint gögn sem ekki er búið að hólfa niður með sama hætti og núverandi tækni vinni með. Að hans sögn verða þeir stjórnendur sem vilja reyna að mynda sér skoðun á hvað muni gerast á næstu tíu árum að skilja breytinguna sem gervigreind muni hafa í för með sér. Stjórnendur verði að skilja hvaða áhrif gervigreind muni hafa á rekstur fyrirtækja þeirra, hvar hún muni hafa áhrif og hvar ekki. Að öðrum kosti muni þeir „fljúga blint inn í framtíðina“. Hættan sé sú að keppinautur muni skilja breytinguna og það skapi samkeppnisforskot. Guðmundur segir mikilvægt að skilja hvaða áhrif tæknibreytingar muni hafa á framtíðina. Það megi ekki horfa einvörðungu til þess sem sé mögulegt núna. Fyrir rúmlega áratug hafi verið gefin út bók um áhrif tæknivæðingar. Í bókinni hafi verið fullyrt að atvinnubílstjórar þyrftu ekki að óttast tæknibreytingar enda væri of flókið fyrir tölvur að aka bílum. „Fjórum árum eftir að bókin kom út leit fyrsti sjálfakandi bíllinn dagsins ljós,“ segir hann. Guðmundur tekur sem dæmi hvaða áhrif gervigreind geti haft á rekstur verslana. Skynjarar muni geta greint hve mikið sé af tiltekinni vöru í hillu, gervigreindin muni geta vitað þegar viðskiptavinir ganga um verslunina, hvert þeir ganga og hvort uppröðun í versluninni sé skynsamleg eða hvort hægt sé að gera betur á því sviði. Annað sem gervigreindin mun hjálpa við í verslunarrekstri er að ganga frá greiðslu án þess að viðskiptavinir þurfi að standa við búðarkassa. Guðmundur nefnir að viðskiptavinir matvöruverslunar gangi um verslunina og raði vörum í körfu. Að því loknu bíði þeir í röð við búðarkassa og þegar komið er að þeim taki þeir vörur úr körfunni og leggi á borð. Loks þurfi þeir að raða vörunum í poka. „Eftir ekki svo langan tíma munum við hlæja að þessu,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að netverslunin Amazon hafi opnað matvöruverslanir þar sem meðal annars er sjálfvirkt afgreiðslukerfi. „Þeir og fleiri eru að vinna að þessu,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Vinnumarkaður Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira