Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels.
Þetta má lesa út úr gögnum greiningarfyrirtækisins Morningstar sem heldur utan um eignarhluti erlendra eignastýringarfélaga sem eiga bréf í Marel í gegnum kauphöllina í Amsterdam. Tuttugu stærstu félögin á lista Morningstar áttu samanlagt um 92,6 milljónir hluta í Marel í lok október, borið saman við rúmlega 90 milljónir hluta mánuði áður, en það jafngildir um 13 prósenta eignarhlut.
Sjóðir í stýringu Threadneedle Management bættu hvað mest við sig í Marel á tímabilinu, eða um milljón hlutum. Þá fjárfestu sömuleiðis meðal annars sjóðir í rekstri félaga á borð við Baron Capital, Investec Asset Management, Miton Group og BlackRock í Marel í síðasta mánuði, en rétt er að taka fram að listi Morningstar gefur ekki tæmandi mynd af viðskiptum með bréf í félaginu í kauphöllinni í Amsterdam.
Frá skráningu á bréfum Marels erlendis hefur hlutabréfaverð félagsins hækkað um liðlega sextán prósent. Í kauphöllinni á Íslandi hefur gengið hækkað um 59 prósent frá áramótum.
Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“
Viðskipti innlent



Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru”
Viðskipti innlent


„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“
Viðskipti innlent

Tappareglurnar innsiglaðar með lögum
Neytendur

Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi
Viðskipti innlent

