Viðskipti

Á­föstu tapparnir stóðust ekki gæðapróf

Á næstu dögum og vikum verður íþróttadrykkurinn Powerade tímabundið seldur með hefðbundnum flötum áföstum töppum, í stað tappa með stút, eða sporttappans svokallaða, sem hefur prýtt flöskuna hingað til. 

Neytendur

Leigu­verð heldur á­fram að hækka

Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní, og mælist því árshækkun vísitölunnar um þrettán prósent. Vísitala leiguverðs hefur hækkað talsvert umfram verðbólgu og íbúðaverð á síðastliðnu ári.

Viðskipti innlent

Taylor Swift talin valda verð­bólgu í Bret­landi

Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið.

Viðskipti erlent

Umferðarofsi stofnar veg­far­endum í hættu

Vísir, Bylgjan, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir sérstöku umferðarátaki í sumar og undir þeim merkjum var meðal annars fjallað um hvert hliðarbilið milli ökutækja og reiðhjóla á að vera þegar tekið er fram úr.

Samstarf

Annað til­boð borist í Skagann 3X

Tvö tilboð hafa nú borist í rekstur og eignir úr þrotabúi Skagans 3X á Akranesi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Helgi Jóhannesson skiptastjóri fundaði með Íslandsbanka í gær varðandi áður komið tilboð. 

Viðskipti innlent

Fast­eigna­kaup fjár­festa vís­bending um að fast­eigna­verð haldi á­fram að hækka

Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

Viðskipti innlent

Búið að bjóða í Skagann 3X

Formlegt tilboð barst í þrotibú Skagans 3X í gærkvöldi. Þetta staðfestir Helgi Jóhannesson skiptastjóri í þrotabúsins í samtali við fréttastofu, en Skessuhorn greindi fyrst frá.

Viðskipti innlent

Dýr smjörvi á Egils­stöðum vekur mikla at­hygli

Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar.

Neytendur

Brutu senni­lega sam­keppnis­lög með ó­tíma­bærri markaðs­setningu

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni.

Viðskipti innlent

Harpa vill létta lund veðurbugaðra höfuðborgarbúa

Harpa ætlar að bjóða höfuðborgarbúum sem komast ekki austur á firði upp á tónleikamiða á helmingsverði og ókeypis mímósur vegna leiðindaveðursins sem herjar á borgina um helgina. Hildur Ottesen Hauksdóttir kynningarstjóri Hörpunnar segist finna fyrir bugun höfuðborgarbúa og hvetur önnur fyrirtæki til að létta lund þeirra.

Viðskipti innlent

Ný og nú­tíma­leg sveit í borg

Ný byggð rís nú á Álftanesi við Lambamýri 1 – 6. Sérstök áhersla er lögð á samspil við umhverfið og náttúruna við hönnun húsanna enda fer sveit og borg saman á Álftanesinu á einstakan máta. Íbúðirnar eru sérstaklega bjartar og útsýni til allra átta.

Samstarf

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent

Staðan ekki jafn­svört og sumir vilji meina

Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. 

Viðskipti innlent

„Við erum bara að reyna að lifa af“

Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. 

Viðskipti innlent

„Komin upp í þak“ í verð­lagningu

Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár.

Viðskipti innlent

Nýir eig­endur taka við Melabúðinni

Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri.

Viðskipti innlent

Festi festi kaup á Lyfju

Í dag fór fram uppgjör á greiðslu kaupverðs á öllu hlutafé Lyfju hf. til seljanda og er félagið þar með orðinn hluti af samstæðu Festi. Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi, segir þetta mikilvæg tímamót í vegferð Festis. Kaupverð nam 7.116 milljónum króna.

Viðskipti innlent