Viðskipti

Boðar skatt á inn­lendar og er­lendar streymisveitur

Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni.

Viðskipti innlent

Raf­magnað fyrsta stefnu­mót við Nissan Ari­ya

Síðustu dagar septembermánaðar voru sögulegir fyrir blaðamann Vísis að tvennu leyti. Þá keyrði hann í fyrsta sinn bíl frá Nissan og um leið í fyrsta sinn rafmagnsbíl. Um var að ræða reynsluakstur á Nissan Ariya og er óhætt að segja að þessi tvöföldu fyrstu kynni hafi verið afar ánægjuleg.

Samstarf

Segir lægri á­lagningu á hús­næði en í öðrum greinum

Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. 

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Rök­styðja vaxtaákvörðunina

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan.

Viðskipti innlent

Virði gulls í methæðum

Virði gulls náði nýjum hæðum í dag og þykir það til marks um auknar áhyggjur fjárfesta af stöðu mála á mörkuðum heimsins. Margir eru sagðir hafa leitað sér skjóls með því að fjárfesta peningum sínum í gulli og hefur virði gulls hækkað um rúmlega fimmtíu prósent á þessu ári.

Viðskipti erlent

Vill laga „hring­ekju verð­tryggingar og hárra vaxta“

Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna.

Viðskipti innlent

Gamalt ráðu­neyti verður hótel

Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa.

Viðskipti innlent

Strava stefnir Garmin

Bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækið Strava hefur stefnt bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækinu Garmin sem lengi hefur verið samstarfsaðili þess og vill með því koma í veg fyrir að fyrirtækið selji flestar af nýjustu líkamsræktar-og hjólreiðagræjum sínum.

Viðskipti erlent

Á ég að hætta í nú­verandi sparnaði?

72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga.

Viðskipti innlent

AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI

Hlutabréf í tæknifyrirtækinu Advanced Micro Devices eða AMD hafa hækkað um 23,71 prósent í dag eftir að tilkynnt var að fyrirtækið hefði gert risa samning við OpenAI. Gervigreindarfyrirtækið er hvað þekktast fyrir að þróa ChatGPT mállíkanið en samningurinn felur í sér langtímasamstarf fyrirtækjanna.

Viðskipti erlent

Ó­ljóst hvort veð­hafar fái nokkuð

Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar.

Viðskipti innlent

Inn­kalla eitrað te

Matvælastofnun varar við framleiðslulotu af tei frá vörumerkinu Herbapol vegna náttúrulegra eiturefna í því. Varan hefur verið innkölluð. 

Neytendur