Hagvöxturinn á fleygiferð 12. júní 2004 00:01 Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs þessa árs mældist 4,9 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan á fyrsta ársfjórðungi ársins 2001. Hagvöxtur var þó svipaður á síðasta ársfjórðungi, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Verðbólga er einnig að aukast en vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 á síðustu tólf mánuðum. Jafngildir það níu prósenta verðbólgu á ári. "Verðbólgan hefur farið á meira skrið en við reiknuðum með fyrr í vetur," segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Að sögn Birgis Ísleifs hafa vextir verið hækkaðir tvisvar síðastliðinn mánuð. "Við sögðum jafnframt að búast mætti við að bankinn hækkaði stýrivexti fljótlega aftur ef nýjar upplýsingar gæfu ekki vísbendingu um betri verðbólguhorfur." Birgir Ísleifur bendir á að hagvöxturinn sé einnig á mikilli fleygiferð. "Einkaneysla og fjárfestingar eru miklar þannig að það er bólga í öllum tölum enn sem komið er." Birgir Ísleifur á þó von á að heldur muni draga úr verðbólgu þegar líður á árið. "Við sjáum að tveir þriðju af þessari verðbólgu skýrast af tveimur þáttum, olíuverði og hækkun á húsnæðisverði," segir Birgir Ísleifur. "Olíuverð er þegar byrjað að lækka og vonandi heldur sú þróun áfram. Þá getur þessi mikla hækkun á húsnæðisverði staðið í einhverju sambandi við skipulagsbreytingar á lánum Íbúðalánasjóðs þannig að hugsanlegt er að meira jafnvægi komist á þann markað þegar frá líður. Gengið hefur einnig verið að hækka aðeins og það vinnur á móti verðbólgunni." Hagvöxtur fyrsta ársfjórðungs einkenndist af mikilli aukningu á einkaneyslu og fjárfestingum, segir í Hagtíðindum. Einkaneysla jókst um 8 prósent og fjárfesting talin hafa vaxið um 17 prósent milli ára. Greining Íslandsbanka telur vöxt einkaneyslu fjármagnaðan með lántöku, þar sem á sama tímabili varð samdráttur í kaupmætti launa. Þrátt fyrir talsverða aukningu fjárfestinga segir greiningin vöxtinn nokkuð minni en mælst hafi á síðustu ársfjórðungum og bendir á að meginástæða vaxtarins sé fjárfesting í stóriðju. Þá hafi fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira