Íslenskur her í Afganistan 13. júní 2004 00:01 Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar