Þrenna Nínu í sigri Vals 15. júní 2004 00:01 Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sjá meira
Valsstúlkur unnu sinn fjórða leik í röð í Landsbankadeild kvenna í gær þegar þær tóku á móti stöllum sínum í Þór/KA/KS á Hlíðarenda. Lokatölur leiksins urðu, 4-0, Valsstúlkum í vil og það var eingöngu fyrir þeirra eigin klaufaskap sem sigurinn varð ekki stærri. Þær eru nú komnar með fimm stiga forystu í deildinni en ÍBV getur reyndar minnkað forystu þeirra niður í tvö stig á nýjan leik ef liðið vinnur Stjörnuna í kvöld í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur hófu leikinn af miklum krafti, léku undan vindi og héldu uppi stórskotahríð að marki norðanstúlkna fyrstu mínútur leiksins. Þær uppskáru mark á 9. mínútu þegar Nína Ósk Kristinsdóttir skilaði hornspyrnu Rakelar Logadóttur í netið. Sjö mínútum síðar bætti Kristín Ýr Bjarnadóttir við öðru marki með skalla og eftir það var aðeins spurning hversu stór sigur Valsstúlkna yrði. Fjölmörg færi þeirra fóru forgörðum og það var ekki laust við að gestirnir að norðan gætu prísað sig sæla með að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Yfirburðir Valsstúlkna voru ekki eins miklir í síðari hálfleik enda léku þær þá á móti vindinum. Nína Ósk náði þó að skora tvö mörk í hálfleiknum og tryggja auðveldan öruggan sigur Valsstúlkna. Laufey Ólafsdóttir átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Val, var eins og drottning í ríki sínu og frammi var Nína Ósk mjög ógnandi. annars reyndi lítið á Valsliðið í þessum leik og ljóst að þær munu eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum. Hin fimmtán ára gamla Laufey Bjarnadóttir var best í liði Þórs/KA/KS og var gaman að sjá þessu ungu stúlku stríða hinum sterku miðvörðum Valsliðsins, þeim Pálu Marie Einarsdóttur og Írisi Andrésdóttur. Laufey fékk hins vegar litla hjálp frá félögum sínum og mátti sín ein og sér lítils gegn öflugu Valsliði. Það sem skipti máliVALUR-ÞÓR/KA/KS 4-0 1-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 16. 3-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 58. 4-0 Nína Ósk Kristinsdóttir 81. BEST Á VELLINUM Laufey Ólafsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 33-5 (12-3) Horn 11-1 Aukaspyrnur fengnar 4-10 Rangstöður 8-0 MJÖG GÓÐAR Laufey Ólafsdóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val GÓÐAR Málfríður Sigurðardóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Björnsdóttir Þór/KA/KS
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn