Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi 6. júlí 2004 00:01 Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira