Sterk sýn lykill að vexti 7. júlí 2004 00:01 Árið 1998 var Kaupþing orðið vel þekkt og öflugt verðbréfafyrirtæki. Það hafði eignir upp á ríflega nítján milljarða króna og hagnaðist það ár um 312 milljónir. Þremur árum síðar hafði Kaupþing sameinast Búnaðarbanka og eignirnar námu tæplega 560 milljörðum og hagnaðurinn sjö og hálfum. Í síðasta mánuði keypti KB banki svo FIH bankann í Danmörku fyrir 84 milljarða króna og enn er búist við áframhaldandi útþenslu til dæmis á breskum fjármálamarkaði. Þótt bankinn heiti ekki lengur Kaupþing heldur KB banki og hafi sameinast Búnaðarbankanum þá dylst fæstum að bensínið á útrásarvélinni er komið frá Kaupþingshluta bankans - og frá Kaupþingi þiggur bankinn hugmyndafræði sína. Langstærsta fyrirtæki landsinsVið lok viðskipta á þriðjudaginn var markaðsverðmæti KB banka um 186 milljarðar króna og hefur vaxið um tæplega tvo þriðju frá í byrjun árs. Enn er útlit fyrir að vöxturinn haldi áfram og er nú orðið langt síðan KB banki skaut innlendum keppinautum langt aftur fyrir sig hvað stærð varðar. Markaðsverðmæti KB banka er nú töluvert hærra en Íslandsbanka og Landsbanka til samans en verðmæti þeirra nam tæplega 151 milljarði króna við lok viðskipta á þriðjudag, Landsbankinn er metinn á 66,4 miljarða og Íslandsbanki á 84,5 milljarða. Vöxtur KB banka á síðustu misserum hefur verið ævintýralegur og náði hámarki með kaupunum á HIB banka í Danmörku. Vegna þessara kaupa hefur nú verið tilkynnt að boðið verði út nýtt hlutafé sem gæfi bankanum fjörtíu milljarða innspýtingu en stjórn félagsins hefur einnig heimild til jafnstórrar hlutafjáraukningar í viðbót. Sú aukning er ætluð til að gefa erlendum fjárfestum tækifæri til þess að eignast drjúgan hlut í bankanum og viðræður við þýska fjármálarisann Deutsche Bank um umsjón með því verkefni standa yfir. Kaupþing stækkarÞótt KB banki beri nafn bæði Kaupþings og Búnaðarbanka er ljóst að þróun fyrirtækisins hefur verið á þann veg frá sameiningunni árið 2003 að eðlilegt er að líta á starfsemi KB banka sem framhald á rekstri Kaupþings. Með öðrum orðum þá ber sameiningin mun meiri keim af yfirtöku annars fyrirtækisins á hinu fremur en að um eiginlega sameiningu hafi verið að ræða. Sá kúltúr sem einkenndi Kaupþing hefur færst nánast ómengaður yfir á KB banka. Auk þess bendir skipulag á starfsemi bankans og stjórnunaráherslur eindregið í þá átt að Kaupþingsmenn hafi tekið Búnaðarbankann og var flótti allra helstu stjórnenda Búnaðarbankans, að minnsta kosti þeirra í yngri kantinum, yfir til Landsbankans til marks um að þeir teldu sér ekki ætlað stórt stefnumótunarhlutverk innan hins sameinaða banka. Af litlum neistaKaupþing var stofnað árið 1982 af átta einstaklingum og var það meðal fyrstu fjármálastofnanna sem náðu að festa fætur í nýju lagaumhverfi í kjölfar Ólafslaga svokallaðra sem heimiluðu verðtryggingu fjárskuldbindinga. Félagið hefur frá þeim tíma staðið framarlega í að nýta sér þau færi sem aukið frelsi í fjármagnsviðskiptum hefur skapað og vöxturinn verið ör. Árið 1986 eignaðist dr. Pétur Blöndal. núverandi þingmaður, félagið að fullu en seldi Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, helmingshlut mjög skömmu síðar. Árið 1990 seldi hann svo Búnaðarbankanum hinn helminginn í Kaupþingi. Árið 1998 var Kaupþing orðið nokkuð burðugt fjárfestingarfélag með heildareignir upp á um nítján og hálfan milljarð og skilaði ríflega þrjú hundruð milljónum í hagnað. Árið 2003, fimm árum síðar, voru heildareignir hins sameinaða banka tæplega 560 milljarðar króna og hagnaðurinn rúmlega 7,5 milljarðar króna. Byltingin étur börnin sínÞað er fróðlegt að bera saman þróun Kaupþings og þeirra fyrirtækja sem fyrir einungis einum áratug áttu alla hluti í félaginu. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur ekki vaxið mikið og Búnaðarbankinn er sameinað Kaupþingi. Raunar er það sérstaklega áhugavert að þegar KB banki gerði tilraunir til þess að eignast SPRON þá hefði slíkt haft tiltölulega lítil áhrif á rekstur KB banka. Dótturfyrirtækið er orðið svo stórt að litlu hefði munað um að bæta gamla móðurfélaginu inn í samstæðuna. Það má því líkja örlögum SPRON og Búnaðarbankans við fólk sem hefði tekið krókódílsunga í fóstur en ekki áttað sig á því að innan skamms var skepnan orðin svo stór að hún gat étið báða fósturforeldrana í hádegisverð og enn haft lyst á meiru. En hvað er það sem hefur gert það að verkum að Kaupþing, sem fyrir áratug var lítið fjármálafyrirtæki, er orðið að langverðmætasta fyrirtæki landsins og alþjóðlegur banki sem er skráður á hlutabréfamarkað í tveimur löndum? Skýr framtíðarsýn"Auðvitað hefur maður séð það strax frá upphafi að þarna hefur verið mjög mentaðarfull og framsýn stefna. Þeir hafa ætlað sér strax frá upphafi að veða svona stórir. Svo spilar það inní að það hefur allt gengið upp," segir Gunnar Jóhannesson, ráðgjafi hjá IMG Deloitte. Gunnar segir að vissulega hafi ytri skilyrði verið góð en þau séu hins vegar hin sömu fyrir KB banka og aðrar fjármálastofnanir. "Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst þarna en ekki annars staðar er fólkið, stjórnunin og sú framtíðarsýn sem þarna hefur verið til staðar," segir hann. Gunnar telur einnig að sameining Kaupþings og Búnaðarbanka hafi einnig haft góð áhrif á fyrirtækjakúltúrinn innan Kaupþings þótt að meginstefnu hafi hinn nýi banki fylgt stefnu Kaupþings. "Kaupþing var frumkvöðlafyrirtæki þar sem verið var að finna upp hluti á hverjum degi. Svo kemur Búnaðarbankinn inn með meiri festu, verkferla og aga," segir hann og telur að Kaupþing hafi haft gott af því að fá þessa reynslu og verklag inn. Áframhaldandi vöxturEnginn gerir ráð fyrir öðru en að KB banki haldi útrás sinni áfram. Gunnar Jóhannesson bendir á að nú sé bankinn orðinn það stöndugur að hann hafi efni á að fara út í stærri verkefni. Hann nefnir einnig að þótt mörg verkefna KB banka kunni að þykja áhættusöm þá bendi flest til þess að gaumgæfilegur undirbúningur hafi legið að baki þeim skrefum sem félagið hefur tekið hingað til. Svo áhættan kunni að virðast meiri í augum leikmanna en raunin sé. Í bankaheiminum eru keppinautarnir bjartsýnir á gengi KB banka. Þeir segja að með kaupunum á FIH hafi KB banki komist yfir verðmæta þekkingu, keypt stöndugt fyrirtæki og - það sem ekki skiptir síst máli - komist í samband við fjölda danskra fyrirtækja sem KB banki geti aðstoðað við vöxt á sama hátt og gefið hefur góða raun hérlendis; til dæmis í tilviki Bakkavarar Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Árið 1998 var Kaupþing orðið vel þekkt og öflugt verðbréfafyrirtæki. Það hafði eignir upp á ríflega nítján milljarða króna og hagnaðist það ár um 312 milljónir. Þremur árum síðar hafði Kaupþing sameinast Búnaðarbanka og eignirnar námu tæplega 560 milljörðum og hagnaðurinn sjö og hálfum. Í síðasta mánuði keypti KB banki svo FIH bankann í Danmörku fyrir 84 milljarða króna og enn er búist við áframhaldandi útþenslu til dæmis á breskum fjármálamarkaði. Þótt bankinn heiti ekki lengur Kaupþing heldur KB banki og hafi sameinast Búnaðarbankanum þá dylst fæstum að bensínið á útrásarvélinni er komið frá Kaupþingshluta bankans - og frá Kaupþingi þiggur bankinn hugmyndafræði sína. Langstærsta fyrirtæki landsinsVið lok viðskipta á þriðjudaginn var markaðsverðmæti KB banka um 186 milljarðar króna og hefur vaxið um tæplega tvo þriðju frá í byrjun árs. Enn er útlit fyrir að vöxturinn haldi áfram og er nú orðið langt síðan KB banki skaut innlendum keppinautum langt aftur fyrir sig hvað stærð varðar. Markaðsverðmæti KB banka er nú töluvert hærra en Íslandsbanka og Landsbanka til samans en verðmæti þeirra nam tæplega 151 milljarði króna við lok viðskipta á þriðjudag, Landsbankinn er metinn á 66,4 miljarða og Íslandsbanki á 84,5 milljarða. Vöxtur KB banka á síðustu misserum hefur verið ævintýralegur og náði hámarki með kaupunum á HIB banka í Danmörku. Vegna þessara kaupa hefur nú verið tilkynnt að boðið verði út nýtt hlutafé sem gæfi bankanum fjörtíu milljarða innspýtingu en stjórn félagsins hefur einnig heimild til jafnstórrar hlutafjáraukningar í viðbót. Sú aukning er ætluð til að gefa erlendum fjárfestum tækifæri til þess að eignast drjúgan hlut í bankanum og viðræður við þýska fjármálarisann Deutsche Bank um umsjón með því verkefni standa yfir. Kaupþing stækkarÞótt KB banki beri nafn bæði Kaupþings og Búnaðarbanka er ljóst að þróun fyrirtækisins hefur verið á þann veg frá sameiningunni árið 2003 að eðlilegt er að líta á starfsemi KB banka sem framhald á rekstri Kaupþings. Með öðrum orðum þá ber sameiningin mun meiri keim af yfirtöku annars fyrirtækisins á hinu fremur en að um eiginlega sameiningu hafi verið að ræða. Sá kúltúr sem einkenndi Kaupþing hefur færst nánast ómengaður yfir á KB banka. Auk þess bendir skipulag á starfsemi bankans og stjórnunaráherslur eindregið í þá átt að Kaupþingsmenn hafi tekið Búnaðarbankann og var flótti allra helstu stjórnenda Búnaðarbankans, að minnsta kosti þeirra í yngri kantinum, yfir til Landsbankans til marks um að þeir teldu sér ekki ætlað stórt stefnumótunarhlutverk innan hins sameinaða banka. Af litlum neistaKaupþing var stofnað árið 1982 af átta einstaklingum og var það meðal fyrstu fjármálastofnanna sem náðu að festa fætur í nýju lagaumhverfi í kjölfar Ólafslaga svokallaðra sem heimiluðu verðtryggingu fjárskuldbindinga. Félagið hefur frá þeim tíma staðið framarlega í að nýta sér þau færi sem aukið frelsi í fjármagnsviðskiptum hefur skapað og vöxturinn verið ör. Árið 1986 eignaðist dr. Pétur Blöndal. núverandi þingmaður, félagið að fullu en seldi Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, helmingshlut mjög skömmu síðar. Árið 1990 seldi hann svo Búnaðarbankanum hinn helminginn í Kaupþingi. Árið 1998 var Kaupþing orðið nokkuð burðugt fjárfestingarfélag með heildareignir upp á um nítján og hálfan milljarð og skilaði ríflega þrjú hundruð milljónum í hagnað. Árið 2003, fimm árum síðar, voru heildareignir hins sameinaða banka tæplega 560 milljarðar króna og hagnaðurinn rúmlega 7,5 milljarðar króna. Byltingin étur börnin sínÞað er fróðlegt að bera saman þróun Kaupþings og þeirra fyrirtækja sem fyrir einungis einum áratug áttu alla hluti í félaginu. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur ekki vaxið mikið og Búnaðarbankinn er sameinað Kaupþingi. Raunar er það sérstaklega áhugavert að þegar KB banki gerði tilraunir til þess að eignast SPRON þá hefði slíkt haft tiltölulega lítil áhrif á rekstur KB banka. Dótturfyrirtækið er orðið svo stórt að litlu hefði munað um að bæta gamla móðurfélaginu inn í samstæðuna. Það má því líkja örlögum SPRON og Búnaðarbankans við fólk sem hefði tekið krókódílsunga í fóstur en ekki áttað sig á því að innan skamms var skepnan orðin svo stór að hún gat étið báða fósturforeldrana í hádegisverð og enn haft lyst á meiru. En hvað er það sem hefur gert það að verkum að Kaupþing, sem fyrir áratug var lítið fjármálafyrirtæki, er orðið að langverðmætasta fyrirtæki landsins og alþjóðlegur banki sem er skráður á hlutabréfamarkað í tveimur löndum? Skýr framtíðarsýn"Auðvitað hefur maður séð það strax frá upphafi að þarna hefur verið mjög mentaðarfull og framsýn stefna. Þeir hafa ætlað sér strax frá upphafi að veða svona stórir. Svo spilar það inní að það hefur allt gengið upp," segir Gunnar Jóhannesson, ráðgjafi hjá IMG Deloitte. Gunnar segir að vissulega hafi ytri skilyrði verið góð en þau séu hins vegar hin sömu fyrir KB banka og aðrar fjármálastofnanir. "Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst þarna en ekki annars staðar er fólkið, stjórnunin og sú framtíðarsýn sem þarna hefur verið til staðar," segir hann. Gunnar telur einnig að sameining Kaupþings og Búnaðarbanka hafi einnig haft góð áhrif á fyrirtækjakúltúrinn innan Kaupþings þótt að meginstefnu hafi hinn nýi banki fylgt stefnu Kaupþings. "Kaupþing var frumkvöðlafyrirtæki þar sem verið var að finna upp hluti á hverjum degi. Svo kemur Búnaðarbankinn inn með meiri festu, verkferla og aga," segir hann og telur að Kaupþing hafi haft gott af því að fá þessa reynslu og verklag inn. Áframhaldandi vöxturEnginn gerir ráð fyrir öðru en að KB banki haldi útrás sinni áfram. Gunnar Jóhannesson bendir á að nú sé bankinn orðinn það stöndugur að hann hafi efni á að fara út í stærri verkefni. Hann nefnir einnig að þótt mörg verkefna KB banka kunni að þykja áhættusöm þá bendi flest til þess að gaumgæfilegur undirbúningur hafi legið að baki þeim skrefum sem félagið hefur tekið hingað til. Svo áhættan kunni að virðast meiri í augum leikmanna en raunin sé. Í bankaheiminum eru keppinautarnir bjartsýnir á gengi KB banka. Þeir segja að með kaupunum á FIH hafi KB banki komist yfir verðmæta þekkingu, keypt stöndugt fyrirtæki og - það sem ekki skiptir síst máli - komist í samband við fjölda danskra fyrirtækja sem KB banki geti aðstoðað við vöxt á sama hátt og gefið hefur góða raun hérlendis; til dæmis í tilviki Bakkavarar
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira