Ekki rætt að afturkalla frumvarpið 12. júlí 2004 00:01 "Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
"Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira