Verðhjöðnun en væntingar óbreyttar 12. júlí 2004 00:01 Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í júlí sem er tölvert meira en spár greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir. "Þetta eru í sjálfu sér ánægjuleg tíðindi," segir Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. "Þetta breytir hins vegar ekki neinum grundvallaratriðum um ákvarðanir Seðlabankans." Seðlabankinn gerði ráð fyrir því á spá sinni að tólf mánaða verðbólga yrði um og yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans sem eru fjögur prósent. Verðbólga síðustu tólf mánaða er nú 3,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Verðbólgan er því enn vel yfir því markmiði og gera má ráð fyrir að svo verði á næstunni. Lækkunin nú skýrist að stærstum hluta af liðnum: föt og skór. Útsölur eru hafnar og eru áhrif liðarins á vísitöluna 0,45 prósent til lækkunar. Markaðsverð húsnæðis hækkar enn, en á móti kemur að áhrif kerfisbreytingar í íbúðalánakerfi veldur lækkun húsnæðisliðar, þannig að sá liður stendur nánast í stað. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir því að verðbólgan í júlí yrði frá núll niður í - 0,2 prósent. Kristinn Árnason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að frávik vísitölunnar frá spá bankans skýrist af húsnæðisliðnum sem hafi ekki hækkað eins mikið og Landsbankinn bjóst við. "Við gerðum ráð fyrir áhrifum af útsölunum," segir Kristinn. Greiningardeildir hafa vanmetið þann lið síðustu mánuði, en nú varð minni hækkun á húsnæði en gert var ráð fyrir. Kristinn tekur undir með Ingimundi að tíðindin nú breyti ekki stóru myndinnni, enda þótt þau veki vonir um að verðbólguþrýstingur sé heldur minni í augnablikinu en menn bjuggust við. Fleiri mælingar þurfi til þess að mat á stöðu efnahagsmála og verðbólguhorfa breytist fyrir næstu mánuði. Kristinn á von á því að Seðlabankinn haldi sínu striki. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar, segir frávikið frá - 0,2 prósenta spá bankans helgast af því að ekki hafi verið gert ráð fyrir svo miklum áhrifum til lækkunar af breytingu íbúðalánakerfisins. Líklegt sé að sú breyting muni einnig hafa áhrif til lækkunar í vísitölunni fyrir ágúst. "Forsendur til lengri tíma hafa ekki breyst að okkar mati og spár okkar um vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki breyst við þessa niðurstöðu."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira