Ríkið og almenningssamgöngur 16. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun