Stórsigur ÍBV á FH 18. júlí 2004 00:01 ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sjá meira
ÍBV vann stórsigur, 7-1, á FH í Kapalkrika í leik liðanna í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. "Ég hef aldrei skorað fimm mörk áður í deildinni þannig að þetta var áfangi fyrir mig. Þetta lá bara fyrir mér í dag," sagði hæversk Margrét Lára Viðarsdóttir eftir að hún hafði skorað fimm af sjö mörkum Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í gær. Með sigrinum komst ÍBV -liðið upp fyrir KR í annað sætið og með mörkum fimm er Margrét Lára komin með 18 mörk og sex marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn. "Auðvitað er svo sem hægt að setja sér það markmið að verða markahæst víst að ég er komin svona langt en þetta er ekkert sem er að búa til neina pressu á mig. Það er bara bónus fyrir mig að eignast gullskóinn," sagði hin stórskemmtilega Margrét Lára sem er ekkert búin að gefa Íslandsmeistaratitlinn upp á bátinn. "Ég myndi ekki segja að við værum búnar að missa af titlinum. Við vitum það að Valur þarf bara að misstíga sig einu sinni og þá erum við aftur komnar inn í þetta. Við ætlum bara að klára okkar leiki og sjá síðan til hvað það fleytir okkur langt. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa fyrir Val en svona er bara fótboltinn og við verðum bara að halda áfram," sagði Margrét Lára en ÍBV er nú fimm stigum á eftir toppliði Vals þegar liðin eiga fimm leiki eftir. Tvö af mörkum Margrétar Láru voru úr vítum og lengi vel gekk Eyjaliðinu illa að opna FH-vörnina. Þegar Margrét Lára innsiglaði þrennu sína missti FH-liðið móðinn og eftirleikurinn var auðveldur. FH-ÍBV 1-7 0–1 Margrét Lára Viðarsdóttir 13. 1–1 Lind Hrafnsdóttir 28. 1–2 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 39. 1–3 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti 62. 1–4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72. 1–5 Rachel Kruze 78. 1–6 Olga Færseth 79. 1–7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88. Best á vellinum Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Tölfræðin Skot (á mark) 2–39 (1–25) Horn 0–9 Aukaspyrnur fengnar 15–5 Rangstöður 1–5 Mjög góðar Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Góðar Valdís Rögnvaldsdóttir FH Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir FH Rachel Kruze ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Olga Færseth ÍBV Elena Einisdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Mihairi Gilmour ÍBV
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn