Hluthöfum býðst skjótfenginn gróði 27. júlí 2004 00:01 Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Skjótfenginn og fyrirhafnarlaus gróði býðst þeim hluthöfum KB banka sem nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði bankans á morgun sem að líkindum er stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Boðnir verða út 40 milljarðar króna og eiga allir hluthafar forkaupsrétt úr þeirri upphæð í hlutfallslegu samræmi við hlutafjáreign þeirra í bankanum núna. Hver hlutur býðst á 360 krónur, en kauptilboð í bréf bankans í morgun voru upp á 420 krónur, þannig að forkaupsrétthafar fá hvern hlut á 60 króna undirverði. Þannig getur maður, sem á hlutabréf í bankanum upp á tíu milljónir króna að markaðsverði, átt rétt á að kaupa bréf fyrir tvær og hálfa milljón í viðbót á þessum kjörum. Þau bréf getur hann selt strax með rúmlega 400 þúsund króna hagnaði, m.a.s. án þess að leggja fyrst út eina krónu því hann þarf ekki að greiða bankanum viðbótina fyrr en 20. ágúst, eða eftir að hann hefur selt þau aftur með hagnaði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hjá verðbréfafyrirtækjum ætla þau undantekningarlaust að nýta forkaupsréttinn fyrir hönd þeirra sem þau annast eignastýringu fyrir og miðlarar búast við að svo til allir muni nýta sér forkaupsréttinn. Einnig er búist við að langflestir ætli að eiga viðbótina áfram því nú séu miklar vonir bundnar við vöxt bankans, sérstaklega vegna væntinga um að hann eignist meirihluta í breska bankanum Singer og Freelander sem KB banki á nú þegar liðlega tuttugu prósent í. Heimild til viðbótarhlutafjárútboðs upp á 40 milljarða í viðbót er m.a. sögð tengjast þeim hugmyndum. Loks má nefna að Svíar hafa tekið KB banka í sátt á sænska markaðinum eftir talsverða tortryggni framan af. KB banki hefur nýverið verið skráður á Atract 40-listann þar í landi yfir vænlegustu fjárfestingarkostina. Það er ekki út í hött því gengi á bréfum KB banka í Kauphöllinni í Svíðþjóð hafa hækkað langmest þarlendra bréfa frá áramótum eða um 103 prósent. Næst á eftir kemur Ericsson með 59 prósenta hækkun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira