Gætu grætt milljarð 5. ágúst 2004 00:01 Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Burðarás keypti í gær tæp fimm prósent í breska bankanum Singer and Friedlander. Þar með á Burðarás rúm átta prósent í bankanum eða sem nemur hátt á fimmta milljarð króna. Fyrir á KB banki 19,5 prósenta hlut í bankanum, andvirði rúmra tíu milljarða. Samkvæmt heimildum hefur fjárfesting Burðaráss verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Markmiðið með henni er skammtímahagnaður vegna mats á því að KB banki taki bankann yfir. Burðarás hefur flutt úr landi um tíu milljarða króna til erlendra fjárfestinga. Sérfræðingar á markaði telja að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, sé maðurinn á bak við þessa fjárfestingu. Innan KB banka gætir ákveðings pirrings yfir því sem menn kalla hugmyndaleysi; að verpa í hreiður annarra. Landsbankinn ræður för í Burðarási og núningur vegna baráttu um danska FIH bankann situr enn í mönnum. KB bankamenn telja að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka sjö milljarða króna. KB banki getur auðveldlega komið í veg fyrir yfirtöku Burðaráss og hugsanlegt að ef Burðarás þvælist fyrir yfirtökunni, þá muni KB banki einfaldlega bíða með að hefja yfirtökuferlið. Slík störukeppni yrði þó sennilega hvorugum til hagsbóta. Algengt er að greitt sé 15 til 20 prósenta álag frá markaðsgengi við yfirtöku. Hins vegar er þá horft framhjá hækkunum sem verða vegna væntinga um yfirtöku. Líklegt er að Burðarás vilji skjótan hagnað, fremur en að liggja lengi með svo stóra fjárfestingu upp á óvissa von um frekari ávinning. Burðarás gæti ef væntingar ganga eftir hagnast um milli hálfan og einn milljarð á fjárfestingunni. Fulltrúar Burðaráss hafa ekki tjáð sig um stefnuna með fjárfestingu sinni öðruvísi en með vísun í fjárfestingarstefnu sína. Á breska markaðnum kannar yfirtökunefnd slíkar fjárfestingar, þar til eignarhlutur er kominn yfir fimmtán prósent. Þá tekur strangara eftirlit við í umsjón breska fjármálaeftirlitsins. Þeir sem gerst þekkja til á breska markaðnum telja að Burðarás muni fá símtal frá yfirtökunefndinni vegna kaupanna. Það fyrsta sem nefndin hafi áhuga á séu tengsl við KB banka eða þátttöku í yfirtökuferli. Í öðru lagi munu þeir þurfa að svara því hvort þeir hyggi sjálfir á yfirtöku. Svari þeir játandi verða þeir að hefja ferlið en neiti þeir mega þeir ekki reyna slíkt næsta hálfa ári
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira