Hagstæðasti sparnaður sem völ er á 10. ágúst 2004 00:01 Viðbótarlífeyrissparnaður er tiltölulega nýtt sparnaðarfyrirkomulag á Íslandi þar sem aðilar vinnumarkaðarins og yfirvöld hafa sameinast um ráðstöfun sem felur í sér mikilvæga kjarabót. Enn er löggjöf um viðbótarlífeyrissparnað smám saman að þróast og festast í sessi á vinnumarkaði og fólk að átta sig á möguleikunum sem felst í þeim sparnaði. Það er hins vegar val einstaklingsins að hefja viðbótarlífeyrissparnað og þarf hann sjálfur að gera samning við þann fjárvörsluaðila sem hann velur að skipta við. "Viðbótarlífeyrissparnaður er tvímælalaust hagstæðasti sparnaður sem völ er á," segir Marta Helgadóttir á sölu- og markaðssviði SPRON. "Launþegar geta greitt allt að 4% af launum sínum í viðbótarlífeyri og er atvinnurekanda skylt að leggja til 2% aukaframlag. Mótframlag launagreiðenda sem almennt er umsamið í kjarasamningum er 2% en einmitt mótframlagið gerir viðbótarlífeyrissparnað að hagstæðasta sparnaði sem völ er á. Auk þess sem framlag launþegans er að fullu frádráttarbært frá skatti," segir Marta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta lagt fyrir sambærilegt hlutfall af tekjum eða 6% og notið þess skattalega hagræðis sem þessu fyrirkomulagi fylgir. Viðbótarlífeyrissparnaður er langtímaráðstöfun og í því felast mörg tækifæri. Því fyrr sem einstaklingar hefja sparnaðinn því meiri möguleika hafa þeir til að ná góðri ávöxtun, það er því mikilvægt að byrja strax. "Að leggja fyrir reglulega í langan tíma er það sem skilar bestum árangri, með því móti læturðu peningana vinna fyrir þig, það má komast þannig að orði að tíminn vinni með þér," segir Marta. "Með heilbrigðu líferni og auknu framboði símenntunar getur fólk viðhaldið opnum huga til lífsins tækifæra. Hugtakið að eldast er breytt og það er ýmislegt sem er sjálfsagt í dag sem þótti ekki við hæfi fyrir 20-30 árum síðan. Það var ekki algengt að gamlar kerlingar og karlar væru að setjast á skólabekk á miðjum aldri og plana framtíðina," segir Marta og brosir. Hægt er að velja mismunandi ávöxtunarleiðir þegar kemur að viðbótarlífeyri. Viðhorf fólks til áhættu eru mismunandi en það er hægt að stýra áhættunni og það er hægt að lágmarka hana með því að velja öruggari ávöxtunarleiðirnar. "Grundavallaratriði er að kynna sér málin vel og velja vörsluaðila sem við treystum vel," kristineva@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Viðbótarlífeyrissparnaður er tiltölulega nýtt sparnaðarfyrirkomulag á Íslandi þar sem aðilar vinnumarkaðarins og yfirvöld hafa sameinast um ráðstöfun sem felur í sér mikilvæga kjarabót. Enn er löggjöf um viðbótarlífeyrissparnað smám saman að þróast og festast í sessi á vinnumarkaði og fólk að átta sig á möguleikunum sem felst í þeim sparnaði. Það er hins vegar val einstaklingsins að hefja viðbótarlífeyrissparnað og þarf hann sjálfur að gera samning við þann fjárvörsluaðila sem hann velur að skipta við. "Viðbótarlífeyrissparnaður er tvímælalaust hagstæðasti sparnaður sem völ er á," segir Marta Helgadóttir á sölu- og markaðssviði SPRON. "Launþegar geta greitt allt að 4% af launum sínum í viðbótarlífeyri og er atvinnurekanda skylt að leggja til 2% aukaframlag. Mótframlag launagreiðenda sem almennt er umsamið í kjarasamningum er 2% en einmitt mótframlagið gerir viðbótarlífeyrissparnað að hagstæðasta sparnaði sem völ er á. Auk þess sem framlag launþegans er að fullu frádráttarbært frá skatti," segir Marta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta lagt fyrir sambærilegt hlutfall af tekjum eða 6% og notið þess skattalega hagræðis sem þessu fyrirkomulagi fylgir. Viðbótarlífeyrissparnaður er langtímaráðstöfun og í því felast mörg tækifæri. Því fyrr sem einstaklingar hefja sparnaðinn því meiri möguleika hafa þeir til að ná góðri ávöxtun, það er því mikilvægt að byrja strax. "Að leggja fyrir reglulega í langan tíma er það sem skilar bestum árangri, með því móti læturðu peningana vinna fyrir þig, það má komast þannig að orði að tíminn vinni með þér," segir Marta. "Með heilbrigðu líferni og auknu framboði símenntunar getur fólk viðhaldið opnum huga til lífsins tækifæra. Hugtakið að eldast er breytt og það er ýmislegt sem er sjálfsagt í dag sem þótti ekki við hæfi fyrir 20-30 árum síðan. Það var ekki algengt að gamlar kerlingar og karlar væru að setjast á skólabekk á miðjum aldri og plana framtíðina," segir Marta og brosir. Hægt er að velja mismunandi ávöxtunarleiðir þegar kemur að viðbótarlífeyri. Viðhorf fólks til áhættu eru mismunandi en það er hægt að stýra áhættunni og það er hægt að lágmarka hana með því að velja öruggari ávöxtunarleiðirnar. "Grundavallaratriði er að kynna sér málin vel og velja vörsluaðila sem við treystum vel," kristineva@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira