Grænt ljós frá ESA á 90% lán 12. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira