Heitustu haustferðirnar 18. ágúst 2004 00:01 "Heitustu haustferðirnar hjá okkur eru til Krakár í Póllandi og Jamaica," segir Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum. "Svo er Barcelona alltaf vinsæl líka á haustin, ásamt Prag, Búdapest og Kanarí. Guðbjörg segir Heimsferðir hafa byrjað með Krakárferðirnar í vor og þær hafi slegið í gegn þannig að ákveðið hafi verið að halda þeim áfram. "Það er beint leiguflug þangað," bendir hún á. "Við verðum með fimm ferðir þangað í október og nóvember, þá fyrstu 21. október. Hægt er að fara helgi, heila viku eða bara þrjá daga. Hitinn þar er svona 15-17 gráður eins og í Búdapest en það fer enginn til þessara borga til að njóta sólar eða sérstaks veðurs því þar er svo mikið að upplifa og skoða. Margar kynnisferðir í boði." Hún er beðin að segja okkur aðeins meira um Jamaíkaferðirnar. "Já, við settum fyrst eina ferð á dagskrá þann 11. nóvember og hún seldist upp, einn, tveir og fjórir. Þá bættum við annarri við 2. nóvember og það eru enn fáein sæti laus í hana. Þannig að væntanlega verða 400 manns sem storma þangað í haust." Hjá Úrvali-Útsýn eru borgaferðirnar og Kanarí vinsælastar. Dublin, Edinborg og Búdapest eru þar efstar á blaði. Svo eru sérferðir til Sikileyjar og Kúbu sem alltaf standa fyrir sínu. Ferðir til Trier í Þýskalandi í lok nóvember hafa verið geysivinsælar síðustu ár. Þangað sækir fólk í jólamarkaðina og í slökun á aðventunni. Ferðalög Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Heitustu haustferðirnar hjá okkur eru til Krakár í Póllandi og Jamaica," segir Guðbjörg Sandholt hjá Heimsferðum. "Svo er Barcelona alltaf vinsæl líka á haustin, ásamt Prag, Búdapest og Kanarí. Guðbjörg segir Heimsferðir hafa byrjað með Krakárferðirnar í vor og þær hafi slegið í gegn þannig að ákveðið hafi verið að halda þeim áfram. "Það er beint leiguflug þangað," bendir hún á. "Við verðum með fimm ferðir þangað í október og nóvember, þá fyrstu 21. október. Hægt er að fara helgi, heila viku eða bara þrjá daga. Hitinn þar er svona 15-17 gráður eins og í Búdapest en það fer enginn til þessara borga til að njóta sólar eða sérstaks veðurs því þar er svo mikið að upplifa og skoða. Margar kynnisferðir í boði." Hún er beðin að segja okkur aðeins meira um Jamaíkaferðirnar. "Já, við settum fyrst eina ferð á dagskrá þann 11. nóvember og hún seldist upp, einn, tveir og fjórir. Þá bættum við annarri við 2. nóvember og það eru enn fáein sæti laus í hana. Þannig að væntanlega verða 400 manns sem storma þangað í haust." Hjá Úrvali-Útsýn eru borgaferðirnar og Kanarí vinsælastar. Dublin, Edinborg og Búdapest eru þar efstar á blaði. Svo eru sérferðir til Sikileyjar og Kúbu sem alltaf standa fyrir sínu. Ferðir til Trier í Þýskalandi í lok nóvember hafa verið geysivinsælar síðustu ár. Þangað sækir fólk í jólamarkaðina og í slökun á aðventunni.
Ferðalög Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira