Kostir sjóflutninga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2004 00:01 Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar