Erlent

Flokksþing repúblikana nálgast

Flokksþing rebúblikana hefst eftir viku í New York. Talið er að yfir fimmtíu þúsund fulltrúar frá öllum Bandaríkjunum muni taka þátt. Yfirvöld telja að andstæðingar Bush-stjórnarinnar muni fjölmenna og að fjöldi þeirra geti farið allt upp í tvö hundruð og fimmtíu þúsund. Yfirvöld hafa því gert viðeigandi ráðstafanir og munu um tíu þúsund lögregluþjónar vera á götum og við neðanjarðarlestarstöðvar nærri ráðstefnusvæðinu sem er við Madison Square Garden. Bush Bandaríkjaforseti mun síðan taka við útnefningu flokksins þann 2. september. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×