Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs 27. ágúst 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira