Powell hætti við að fara til Aþenu 28. ágúst 2004 00:01 Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirvaralaust hætt við ferð til Aþenu þar sem hann ætlaði að sitja lokahátíð Ólympíuleikanna. Andstæðingar stríðsreksturs virðast hafa skotið honum skelk í bringu. Powell átti að ferðast til Aþenu á morgun, sunnudag, en í morgun var ferðinni skyndilega aflýst. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir að Powell hafi hætt við ferðina vegna anna við að sinna málefnum Íraks og Súdans. Fréttaskýrendur telja þó líklegast að Powell hafi viljað komast hjá því að mæta grískum stríðsandstæðingum sem söfnuðust saman í Aþenu gær til að mótmæla fyrirhugaðri heimsókn hans. Eitt þúsund manns gengu um götur borgarinnar og lögregla þurfti að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum sem hélt á risastórum borða þar sem á stóð: „Powell, morðingi, farðu heim“. Fleiri mótmælagöngur voru fyrirhugaðar þegar Powell kæmi til borgarinnar og í dag gengu menn enn um götur Aþenu með borða með and- amerískum áróðri. Forsvarsmenn andófsmannanna hrósa sigri og segja augljóst að Powell hafi hreinlega ekki þorað í þá, hvað svo sem aðstoðarmenn hans segja. Þessi uppákoma þykir nokkuð vandræðaleg fyrir grísk stjórnvöld en hingað til hefur rekstur Ólympíuleikanna og öryggismál í kringum þá gengið eins og í sögu. Í sárabætur hefur Powell lofað að koma í heimsókn til Grikklands strax í byrjun október. Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirvaralaust hætt við ferð til Aþenu þar sem hann ætlaði að sitja lokahátíð Ólympíuleikanna. Andstæðingar stríðsreksturs virðast hafa skotið honum skelk í bringu. Powell átti að ferðast til Aþenu á morgun, sunnudag, en í morgun var ferðinni skyndilega aflýst. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir að Powell hafi hætt við ferðina vegna anna við að sinna málefnum Íraks og Súdans. Fréttaskýrendur telja þó líklegast að Powell hafi viljað komast hjá því að mæta grískum stríðsandstæðingum sem söfnuðust saman í Aþenu gær til að mótmæla fyrirhugaðri heimsókn hans. Eitt þúsund manns gengu um götur borgarinnar og lögregla þurfti að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum sem hélt á risastórum borða þar sem á stóð: „Powell, morðingi, farðu heim“. Fleiri mótmælagöngur voru fyrirhugaðar þegar Powell kæmi til borgarinnar og í dag gengu menn enn um götur Aþenu með borða með and- amerískum áróðri. Forsvarsmenn andófsmannanna hrósa sigri og segja augljóst að Powell hafi hreinlega ekki þorað í þá, hvað svo sem aðstoðarmenn hans segja. Þessi uppákoma þykir nokkuð vandræðaleg fyrir grísk stjórnvöld en hingað til hefur rekstur Ólympíuleikanna og öryggismál í kringum þá gengið eins og í sögu. Í sárabætur hefur Powell lofað að koma í heimsókn til Grikklands strax í byrjun október.
Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira