Uppoð á útlánamarkaði 31. ágúst 2004 00:01 Áralöngu jafnvægi á íbúðalánamarkaði hefur verið raskað. Hörð samkeppni ríkir nú um viðskiptavini á lánamarkaði. Í kjölfar þess að KB banki tilkynnti um ný íbúðalán með 4,4 prósenta vöxtum, fylgdu samkeppnisaðilar eftir. Íslandsbanki og Landsbankinn lækkuðu sín lán samdægurs. Íbúðalánasjóður lækkaði sín lán eftir útboð.Lífeyrissjóðirnir fylgja á eftir. Þrír hafa lækkað sig meðal þeirra annar af tveimur stærstu, Lífeyrissjóður verslunarmanna. "Við erum þátttakendur á samkeppnismarkaði og á slíkum markaði er aðgerðaleysi ekki nein lausn," segir Guðmundur Þ. Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar KB banki tilkynnti um aðra vaxtalækkun. Vextir bankans verða nú 4,2 prósent og munu líka gilda fyrir þá sem þegar hafa endurfjármagnað á 4,4 prósent lánum. "Annað hefði ekki verið sanngjarnt," segir Friðrik Halldórsson, forstöðumaður viðskiptabankasviðs KB banka. KB banki ákvað auk þess að hækka veðhlutfall eigna á þeim stöðum þar sem bankinn rekur útibú. Ekki stóð á viðbrögðum. Um leið og ljóst var um vaxtalækkun KB banka tilkynnti Spron um lækkun í sömu prósentu. "Við vorum undirbúnir undir það að vextirnir myndu lækka," segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Spron. Ýmsir telja að erfitt geti orðið fyrir smærri fjármálafyrirtæki að fylgja þessum lækkunum. "Ég get ekki svarað fyrir aðra, en við treystum okkur til þess. Við höfum verið mjög sterkir í þjónustu við einstaklinga og ætlum okkur að vera það áfram." Íslandsbanki var næstur í röðinni að lækka sig í 4,2 prósent. Í lánum Íslandsbanka eru endurskoðunarákvæði á fimm ára fresti og samhliða gefst kostur á að greiða lánið upp. Landsbankinn er með svipuð kjör og Íslandsbanki og fylgdi fast á eftir með lækkun í 4,2%. Það var því uppboðsstemning á lánamarkaði í gær. Samkeppnin er hörð og harðnandi. "Ég hef trú á því að lífeyrissjóðirnir nái að forðast uppgreiðslur með sínum lækkunum," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Lánin sem eru í boði eru mismunandi, auk þess sem samsetning skulda hjá hverjum og einum er mismunandi. Edda Rós segir að mismunandi sé eftir hverjum og einum hvaða leið sé hagkvæmust. "Ef ég tala bara fyrir mig, þá er ég með lífeyrissjóðslán á fyrsta veðrétti og lán íbúðalánasjóðs ofan á það. Það myndi því borga sig fyrir mig að hækka lífeyrissjóðslánið." Hún segir að með því sleppi hún við lántökujöld. Af 2,5 prósenta lántökugjöldum er 1,5 prósent skattur til ríkisins í formi stimpilgjalda. Þennan kostnað verður að taka með í reikninginn þegar litið er til þess hversu hagkvæmt er að endurfjármagna. Í ört vaxandi samkeppni fjármálastofnana er stimpilgjaldið farið að virka sem markaðshindrun. "Það er tvenns konar hagur varðandi greiðslubyrði af þessum lánum. Annars vegar lægri vextir og hins vegar lenging lána. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því hvernig þetta skiptist." Edda Rós segir erfitt að spá um framhaldið. "Ég get vel séð fyrir mér frekari lækkun, en mér finnst það ekki endilega það líklegasta. Það er hins vegar engin spurning að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn. Ef einn lækkar sig, þá fylgja hinir á eftir." Hún segir að það verði erfitt fyrir þá minnstu að keppa um þessi lán. "Það verður hins vegar auðveldast fyrir KB banka, því innlendi hlutinn af starfseminni er hlutfallslega minnstur þar." Eftir sameiningu við danska bankann FIH verður einungis fjórðungur af heildareignunum hérlendis. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá um framhaldið. "Við erum að horfa á landslag sem við höfum ekki séð áður. Væntanlega kemur að einhverjum þröskuldi þar sem bankarnir eru farnir að tapa á lánunum." Hún bætir því við að hugsanlegt sé að bankarnir væru tilbúnir til að taka á sig tap tímabundið til að vinna markaðshlutdeild. Katrín segir íbúðalánamarkaðinn dæmigerðan fákeppnismarkað þar sem stöðugleiki ríkti. "Svo hreyfir einn sig og þá fer allt af stað, svo er spurningin hvað þeir eru tilbúnir að ganga langt." Hún segir að þetta séu spennandi tímar á fjármálamarkaði. Bönkunum hafi tekist að koma inn og bjóða vexti undir vöxtum Íbúðalánasjóðs. "Í framhaldinu vakna spurningar um tilvist Íbúðalánasjóðs. Rökin fyrir sjóðnum hafa verið að enginn vildi lána á svo lágum vöxtum í svo langan tíma. Mér sýnist rökin fyrir tilvist hans vera farin." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Áralöngu jafnvægi á íbúðalánamarkaði hefur verið raskað. Hörð samkeppni ríkir nú um viðskiptavini á lánamarkaði. Í kjölfar þess að KB banki tilkynnti um ný íbúðalán með 4,4 prósenta vöxtum, fylgdu samkeppnisaðilar eftir. Íslandsbanki og Landsbankinn lækkuðu sín lán samdægurs. Íbúðalánasjóður lækkaði sín lán eftir útboð.Lífeyrissjóðirnir fylgja á eftir. Þrír hafa lækkað sig meðal þeirra annar af tveimur stærstu, Lífeyrissjóður verslunarmanna. "Við erum þátttakendur á samkeppnismarkaði og á slíkum markaði er aðgerðaleysi ekki nein lausn," segir Guðmundur Þ. Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar KB banki tilkynnti um aðra vaxtalækkun. Vextir bankans verða nú 4,2 prósent og munu líka gilda fyrir þá sem þegar hafa endurfjármagnað á 4,4 prósent lánum. "Annað hefði ekki verið sanngjarnt," segir Friðrik Halldórsson, forstöðumaður viðskiptabankasviðs KB banka. KB banki ákvað auk þess að hækka veðhlutfall eigna á þeim stöðum þar sem bankinn rekur útibú. Ekki stóð á viðbrögðum. Um leið og ljóst var um vaxtalækkun KB banka tilkynnti Spron um lækkun í sömu prósentu. "Við vorum undirbúnir undir það að vextirnir myndu lækka," segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Spron. Ýmsir telja að erfitt geti orðið fyrir smærri fjármálafyrirtæki að fylgja þessum lækkunum. "Ég get ekki svarað fyrir aðra, en við treystum okkur til þess. Við höfum verið mjög sterkir í þjónustu við einstaklinga og ætlum okkur að vera það áfram." Íslandsbanki var næstur í röðinni að lækka sig í 4,2 prósent. Í lánum Íslandsbanka eru endurskoðunarákvæði á fimm ára fresti og samhliða gefst kostur á að greiða lánið upp. Landsbankinn er með svipuð kjör og Íslandsbanki og fylgdi fast á eftir með lækkun í 4,2%. Það var því uppboðsstemning á lánamarkaði í gær. Samkeppnin er hörð og harðnandi. "Ég hef trú á því að lífeyrissjóðirnir nái að forðast uppgreiðslur með sínum lækkunum," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. Lánin sem eru í boði eru mismunandi, auk þess sem samsetning skulda hjá hverjum og einum er mismunandi. Edda Rós segir að mismunandi sé eftir hverjum og einum hvaða leið sé hagkvæmust. "Ef ég tala bara fyrir mig, þá er ég með lífeyrissjóðslán á fyrsta veðrétti og lán íbúðalánasjóðs ofan á það. Það myndi því borga sig fyrir mig að hækka lífeyrissjóðslánið." Hún segir að með því sleppi hún við lántökujöld. Af 2,5 prósenta lántökugjöldum er 1,5 prósent skattur til ríkisins í formi stimpilgjalda. Þennan kostnað verður að taka með í reikninginn þegar litið er til þess hversu hagkvæmt er að endurfjármagna. Í ört vaxandi samkeppni fjármálastofnana er stimpilgjaldið farið að virka sem markaðshindrun. "Það er tvenns konar hagur varðandi greiðslubyrði af þessum lánum. Annars vegar lægri vextir og hins vegar lenging lána. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því hvernig þetta skiptist." Edda Rós segir erfitt að spá um framhaldið. "Ég get vel séð fyrir mér frekari lækkun, en mér finnst það ekki endilega það líklegasta. Það er hins vegar engin spurning að þetta er farið að hafa veruleg áhrif á lánamarkaðinn. Ef einn lækkar sig, þá fylgja hinir á eftir." Hún segir að það verði erfitt fyrir þá minnstu að keppa um þessi lán. "Það verður hins vegar auðveldast fyrir KB banka, því innlendi hlutinn af starfseminni er hlutfallslega minnstur þar." Eftir sameiningu við danska bankann FIH verður einungis fjórðungur af heildareignunum hérlendis. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá um framhaldið. "Við erum að horfa á landslag sem við höfum ekki séð áður. Væntanlega kemur að einhverjum þröskuldi þar sem bankarnir eru farnir að tapa á lánunum." Hún bætir því við að hugsanlegt sé að bankarnir væru tilbúnir til að taka á sig tap tímabundið til að vinna markaðshlutdeild. Katrín segir íbúðalánamarkaðinn dæmigerðan fákeppnismarkað þar sem stöðugleiki ríkti. "Svo hreyfir einn sig og þá fer allt af stað, svo er spurningin hvað þeir eru tilbúnir að ganga langt." Hún segir að þetta séu spennandi tímar á fjármálamarkaði. Bönkunum hafi tekist að koma inn og bjóða vexti undir vöxtum Íbúðalánasjóðs. "Í framhaldinu vakna spurningar um tilvist Íbúðalánasjóðs. Rökin fyrir sjóðnum hafa verið að enginn vildi lána á svo lágum vöxtum í svo langan tíma. Mér sýnist rökin fyrir tilvist hans vera farin."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira