Verð á kjúklingi hækkar 2. september 2004 00:01 Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu verð hjá sér um 15 prósent um mánaðamótin. Þá hefur verð á kjúklingakjöti verið að þokast upp á við núna síðsumars og virðist liðin tíð að kjúklingabringur fáist á sérstöku tilboði. Algengt kílóverð á kjúklingabringum er um þessar mundir tæpar 2.300 krónur, en í sumar fór kílóverðið á bringum allt niður undir 1.500 krónur. Framkvæmdastjórar bæði Reykjagarðs og Matfugls (Móa) rekja ástæðu hækkunarinnar nú að mestu til fóðurverðs, sem hafi hækkað um meira en 20 prósent síðan í desember. Þá nefna þeir að ákveðin leiðrétting sé að eiga sér stað, en kjötið hafi lækkað um 10 prósent fyrr á árinu og um ein 30 prósent í fyrra. "Kjúklingakjöt hefur verið mjög ódýrt og verður það áfram," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Matfugls og telur að samkeppni verði áfram virk meðal framleiðenda. "Umhverfið er bara á þessa leið. Borið hefur á nautakjötsskorti og bæði nauta- og svínakjöt hefur verið að hækka," bendir hann á. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir ekki óeðlilegt að fyrirtækin sæti lagi og komi að nauðsynlegum hækkunum þegar einn fari af stað. Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, segir að ákvörðun um verðhækkun hafi ekki enn verið tekin hjá fyrirtækinu, en telur þó líklegt að af henni þurfi að verða til að mæta auknum fóðurkostnaði. Hún vildi ekki tjá sig um hvort Ísfugl ætlaði nú að sæta lagi og slá hinum við í samkeppni með ódýrara kjöti. "Ég held hins vegar að Ísfugl sé í dag að borga framleiðendum besta skilaverðið og höfum ekki átt í sömu erfiðleikum og sum önnur fyrirtæki," segir hún. Tvö fyrirtæki sjá stærstu framleiðendum kjúklingakjöts fyrir fóðri, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan og mun verð vera mjög svipað hjá þeim báðum. Ástæður hækkana eru sagðar vera uppskerubrestur sem átti sér stað erlendis, en í ár munu horfur vera betri og líkur á að jafnvægi náist í fóðurverð í vetur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira