Arðbær fjárfesting 5. september 2004 00:01 Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira