Viðskiptahalli ógnar hagkerfinu 7. september 2004 00:01 Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira