Hallinn ekki meiri í 60 ár
Samdráttarskeið er fyrirsjáanlegt á næstu árum, segir Greining Íslandsbanka. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri hér síðan rétt eftir síðari heimsstyrjöld. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings og erlendum lántökum vegna stóriðjuframkvæmda, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Verðbólgan er meiri en spár gerðu ráð fyrir og viðskiptahallinn mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Ingólfur Bender, forstöðumaðaur Greiningar Íslandsbanka, segir viðskiptahallann fjármagnaðan að vissum hluta af lántökum. Áhrifin af því gætu orðið að krónan lækkaði á næstu tveimur eða þremur árum. Hversu mikil sú lækkun yrði og á hvaða tímapunkti veltur mikið á hagstjórninni í landinu að sögn Ingólfs, sérstaklega hjá ríki og sveitarfélögum. Bankinn óttast að þar hafi menn ekki næg taumhöld á. Ingólfur segist telja að Seðlabankinn hafi taumhald á verðbólgunni með því að snarhækka vexti. Viðskiptahallinn og stöðugleiki krónunnar sé meira áhyggjuefni. Greiningardeildin telur ráðlegast að draga úr ríkisframkvæmdum og varað er við skattalækkunum.