Keyptu ráðandi hlut á 5 milljarða 10. september 2004 00:01 Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Norðurljós hafa keypt 35 prósenta hlut í Og Vodafone fyrir rúma fimm milljarða króna. Seljandi er fyrirtæki Kenneth Peterson, CVC. Þar með eru Norðurljós aftur þátttakandi á símamarkaði eftir nokkurt hlé. Félagið átti hlut í Tali sem sameinaðist Íslandsíma undir merkjum Og Vodafone. "Okkur bauðst þetta og við teljum þetta góðan fjárfestingarkost. Þetta er flott fyrirtæki sem hefur gengið vel í samkeppni og við teljum að það eigi sér bjarta framtíð," segir Skarphéðinn Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Hann segir fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki eigi mikla samleið. "Það er enginn spurning að þróunin mun verða sú að ljósvaka- og fjölmiðlafyrirtæki munu eiga mjög nána samleið. Með þessu erum við komin með náinn samstarfsaðila við þessa uppbyggingu." Norðurljós slitu í sumar viðræðum við Símann um dreifingu starfræns efnis. Í kjölfarið keypti Síminn sýningarréttinn á enska boltanum og fjórðungs hlut í Skjá einum. Skarphéðinn segir greinilegt að fleiri hugsi um samspil fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla með svipuðum hætti. Með sölu hlutarins í Og Vodafone hefur Kenneth Peterson selt stærstu eignir sínar hér á landi. Fyrr á þessu ári seldi hann hlut sinn í Norðuráli sem var upprunaleg fjárfesting hans hér á landi. Bjarni Þorvarðarson stjórnarformaður Og Vodafone og samstarfmaður Petersons segir að það þýði ekki að Peterson muni ekki áfram horfa til fjárfestinga hér á landi. "Við höfum hins vegar lýst því yfir að við höfum áhuga fjarskiptafyrirtækjum." Stíll Kenneth Peterson í fjárfestingum hefur gjarnan verið sá að kaupa góð fyrirtæki sem eru ódýr vegna lægðar á markaði. Aðspurður segir Bjarni að það samræmdist ekki þeirri stefnu að selja Og Vodafone til að taka þátt í kaupum á Símanum þegar hann verður seldur miðað við það verð sem rætt hefur verið um.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira