Sölu Símans skotið á frest 13. september 2004 00:01 Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira