Fer í Pósthúsið frá Íslandspósti 15. september 2004 00:01 Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira