Fer í Pósthúsið frá Íslandspósti 15. september 2004 00:01 Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira
Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Sjá meira