Aðgerðir gegn leikjanámskeiðum 20. september 2004 00:01 Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt eða íhugi að koma upp gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall varir. Til dæmis eru fleiri en 80 börn starfsfólks KB-banka á leikjanámskeiði í Valsheimilinu, börn þeirra sem starfa í Landsbanknum stendur til boða leikjanámskið í KR-heimilinu og foreldrafélag Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra hefur sent börn í heilsuskóla í Félagsheimili Þróttar. Þá hefur Eimskipafélagið tekið á leigu húsnæði fyrir börn starfsfólks og Orkuveitan mun vera að athuga hvort slíkri stafsemi verði komið á. Formaður Verkfallsstjórnunar Kennarafélagsins, Svava Björnsdóttir, segist ekki vita til að slík starfsemi hafi áður verið starfrækt í kennaraverkföllum. Enn sé óvíst til hvaða úrræða verður gripið ef talið er að með henni sé gengið inn á verksvið kennara. „Við komum ekki til með að storma neins staðar en við ætlum að nota daginn í dag til að skoða hvað sé að gerast; hverjir það séu sem ætli að bjóða upp á skipulagða starfsemi með börnum þar sem okkur finndist þá gengið inn verksvið kennara,“ segir Svava. Undir verksvið kennara fellur öll starfsemi þar sem fagmenntaðir aðilar vinna með börnum á skipulegan hátt, hvers konar fræðslustarfsemi og einnig leikjanámskeið líkt og nú eru í gangi víðsvegar. Svava segir barnagæslu það eina sem ekki flokkist undir verkfallsbrot, svo framarlega sem hún fari fram á skólatíma barnanna. Hægt er að hlusta á viðtal við Svövu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt eða íhugi að koma upp gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall varir. Til dæmis eru fleiri en 80 börn starfsfólks KB-banka á leikjanámskeiði í Valsheimilinu, börn þeirra sem starfa í Landsbanknum stendur til boða leikjanámskið í KR-heimilinu og foreldrafélag Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra hefur sent börn í heilsuskóla í Félagsheimili Þróttar. Þá hefur Eimskipafélagið tekið á leigu húsnæði fyrir börn starfsfólks og Orkuveitan mun vera að athuga hvort slíkri stafsemi verði komið á. Formaður Verkfallsstjórnunar Kennarafélagsins, Svava Björnsdóttir, segist ekki vita til að slík starfsemi hafi áður verið starfrækt í kennaraverkföllum. Enn sé óvíst til hvaða úrræða verður gripið ef talið er að með henni sé gengið inn á verksvið kennara. „Við komum ekki til með að storma neins staðar en við ætlum að nota daginn í dag til að skoða hvað sé að gerast; hverjir það séu sem ætli að bjóða upp á skipulagða starfsemi með börnum þar sem okkur finndist þá gengið inn verksvið kennara,“ segir Svava. Undir verksvið kennara fellur öll starfsemi þar sem fagmenntaðir aðilar vinna með börnum á skipulegan hátt, hvers konar fræðslustarfsemi og einnig leikjanámskeið líkt og nú eru í gangi víðsvegar. Svava segir barnagæslu það eina sem ekki flokkist undir verkfallsbrot, svo framarlega sem hún fari fram á skólatíma barnanna. Hægt er að hlusta á viðtal við Svövu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira