Erlent

Pútín neitar ásökunum

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, neitar því að stjórnarhættir hans séu afturhvarf til sovéskra hátta. Hann segir frelsi og lýðræði lykilinn að bjartri framtíð. Ýmsar hugmyndir, sem Pútín hefur kynnt undanfarnar vikur, hafa vakið undrun á Vesturlöndum og þótt benda til þess að hann safni sífellt meiri völdum til sín. Hann setti til að mynda fram hugmyndir í kjölfar hryðjuverkanna í Beslan um breytingar á kosningafyrirkomulagi og að héraðstjórar yrðu tilnefndir af Kreml í stað þess að þeir væru kjörnir. Að auki hafa stjórnvöld í Moskvu sett strangar reglur um frelsi fjölmiðla og flestir ljósvakamiðla eru í eigu ríkisins eða fyrirtækja með náin tengsl við stjórn Pútíns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×