Stjórnin einhuga um Símann 24. september 2004 00:01 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir stjórnarflokkana einhuga um hvernig standa skuli að sölu Símans. Hann lítur svo á að sú ákvörðun, að heppilegast sé að selja fyrirtækið í einu lagi, standi óhögguð. Auglýst verður eftir ráðgjafa vegna sölunnar um eða eftir helgi. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í vikunni að auglýsa eftir ráðgjafa, sem ásamt nefndinni mun leggja mat á það hvernig og hvenær sé best að huga að söluferlinu í tengslum við Símann. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skili inn tilboðum fyrir 25. október næstkomandi og telur Jón Sveinsson, sem er nýskipaður formaður nefndarinnar, hæpið að sjálft einkavæðingarferlið, geti hafist af alvöru fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Hann segir stjórnarflokkana sammála um það hvernig standa skuli að ferlinu. Þegar til stóð að selja Símann fyrir nokkrum árum var sjálfstætt verðmat lagt á fyrirtækið. Jón segir áfram unnið að þeim þætti en vill ekkert gefa upp í því sambandi. Þetta verði mjög vandlega skoðað áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sagt að ljúka verði við uppbyggingu á dreifikerfi Símans áður en fyrirtækið verði selt. Formaður einkavæðingarnefndar bendir á að sú ákvörðun hafi verið tekin á sínum tíma að heppilegast og best væri að selja fyrirtækið í einu lagi. Jón telur að lög um samkeppni og fjarskipti tryggi eðlilegt eftirlit í þessum efnum og telur ekki ástæðu til að óttast að um einhverja misbeitingu verði að ræða að hálfu fyrirtækisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir stjórnarflokkana einhuga um hvernig standa skuli að sölu Símans. Hann lítur svo á að sú ákvörðun, að heppilegast sé að selja fyrirtækið í einu lagi, standi óhögguð. Auglýst verður eftir ráðgjafa vegna sölunnar um eða eftir helgi. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í vikunni að auglýsa eftir ráðgjafa, sem ásamt nefndinni mun leggja mat á það hvernig og hvenær sé best að huga að söluferlinu í tengslum við Símann. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skili inn tilboðum fyrir 25. október næstkomandi og telur Jón Sveinsson, sem er nýskipaður formaður nefndarinnar, hæpið að sjálft einkavæðingarferlið, geti hafist af alvöru fyrr en á fyrri hluta næsta árs. Hann segir stjórnarflokkana sammála um það hvernig standa skuli að ferlinu. Þegar til stóð að selja Símann fyrir nokkrum árum var sjálfstætt verðmat lagt á fyrirtækið. Jón segir áfram unnið að þeim þætti en vill ekkert gefa upp í því sambandi. Þetta verði mjög vandlega skoðað áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa sagt að ljúka verði við uppbyggingu á dreifikerfi Símans áður en fyrirtækið verði selt. Formaður einkavæðingarnefndar bendir á að sú ákvörðun hafi verið tekin á sínum tíma að heppilegast og best væri að selja fyrirtækið í einu lagi. Jón telur að lög um samkeppni og fjarskipti tryggi eðlilegt eftirlit í þessum efnum og telur ekki ástæðu til að óttast að um einhverja misbeitingu verði að ræða að hálfu fyrirtækisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira