Erlent

Íhugaði ekki afsögn

Átökin í Írak skyggja á upphaf flokksþings Verkamannaflokksins í Bretlandi í dag þar sem Tony Blair forsætisráðherra er forystusauður. Að sögn fjölmiðla þar í landi er Blair mikið í mun að beina kastljósinu að innanríkismálum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi sem eiga að fara fram á næsta ári. Aðalstefnumál hans munu vera nýjar áherslur í menntamálum, málefnum ellilífeyrisþega og velferð barna. Í viðtali við sjónvarpsmanninn David Frost á BBC í morgun þverneitaði forsætisráðherrann að hafa íhugað afsögn fyrir hálfu ári eins og sögur hafa verið á kreiki um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×