Braut meginreglu stjórnsýslulaga 30. september 2004 00:01 Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira