Óvænt stefna umræðu 6. október 2004 00:01 Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira