Þurfa gagnrýnendur að vera næs? Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. október 2004 00:01 Íslensk kvikmyndagerð hefur tekið mögnuðum stökkbreytingum á síðustu árum. Það er ekki ýkja langt síðan það þótti stórviðburður að ný íslensk bíómynd rataði í kvikmyndahús en í dag þykir ekkert sjálfsagðara. Stórfréttirnar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð í dag snúast ekki lengur um að einhver ofurhuginn ætli að freista þess að gera bíó á Íslandi heldur um það hvaða erlendar stórstjörnur verði í væntanlegum myndum og hversu dýrar þær verði í framleiðslu. Kvikmyndagerð á Íslandi er orðin alþjóðleg og það er ekki síst fyrir ötult frumkvöðlastarf Friðriks Þórs Friðrikssonar og kraftmikil og fersk tilþrif Baltasars Kormáks.Byrjendur með forgjöf Þegar frumherjar íslenskrar kvikmyndagerðar voru að stíga sín fyrstu skref var þeim vitaskuld sýndur skilningur sem hefur kristallast í gegnum árin í þeirri tilhneigingu íslenskra kvikmyndagagnrýnenda til þess að taka varlega á íslenskum myndum og í því sambandi hefur oft verið talað um að íslenskar myndir séu með eins og eina stjörnu í forgjöf á útlendar myndir. Það var í sjálfu sér ekkert athugavert við þetta í upphafi þegar íslenskar myndir voru gerðar af vanefnum og stóðu svo illa í samkeppninni við innflutt efni að forgjöfin var nánast nauðsynleg. Hljóðið í íslenskum myndum var iðulega handónýtt þannig að oft hefði ekkert veitt af því að þær væru textaðar svo söguþráðurinn færi ekki allur fyrir ofan garð og neðan. Við þessar aðstæður var auðvitað eðlilegt að gagnrýnendur einblíndu á það sem heppnaðist vel og tíunduðu svo lélegt hljóð og tæknilega annmarka sem helstu gallana við verkin. Þessi vinnubrögð eru algerlega úrelt í dag þegar öll tæknivinna við íslenskar myndir er hnökralaus og einkennist af fagmennsku. Íslenskar bíómyndir standast að öllu leyti fyllilega samanburð við það sem er verið að gera í nágrannalöndunum og því hljóta þær að vera vegnar og metnar á sömu forsendum. Tími forgjafarinnar er liðinn og ef gagnrýnanda finnst íslensk mynd slæm ber honum að segja það hreint út. Þetta er ekki öfundsverð staða þar sem forgjafarhefðin stendur á traustum grunni.Nó more mister næsgæValur Gunnarsson, kvikmyndagagnrýnandi DV, leggur út af þessu fyrirbæri í upphafi dóms síns um Næsland eftir Friðrik Þór enda fullkomlega meðvitaður um að neikvæð umsögn hans um myndina gengur þvert á pólitíska rétthugsun í íslenskri bíóorðræðu."Það er aldrei gaman að vera boðberi slæmra tíðinda, enda góð og gild hefð fyrir því að hálshöggva slíka," segir Valur en það sem gerir hlutskipti hans og fleiri gagnrýnenda enn þungbærara í tilfelli Næslands er auðvitað sú staðreynd að "Friðrik Þór hefur gert meira en nokkur annar einstakingur til að koma íslenskri kvikmyndagerð á kortið".Jón Hákon Halldórsson, gagnrýnandi hjá Kvikmyndir.com, hlífir Friðriki ekki heldur: "Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri er frábær í sínu fagi og hefur skilið fjöldann allan af góðum kvikmyndum eftir sig. Því miður hefur ferill hans þó eitthvað verið á leið niður á við undanfarið því myndin Fálkar gekk ekki sem skyldi og Næsland er án efa hans allra versta verk." Þeir gagnrýnendur sem hafa gagnrýnt Næsland harðast halda því vel til haga að Friðrik Þór er mikill meistari en þó ekki yfir það hafinn að gera mistök. Sjálfur Alfred Hitchcock gerði 53 bíómyndir, helling af gullmolum en algert drasl inni á milli. Af hverju skyldi Friðrik Þór vera eitthvað öðruvísi? Kvikmyndagagnrýnendur ættu að geta fundið nokkra huggun í hinu fornkveðna að sá er vinur sem til vamms segir og í raun eiga íslenskir kvikmyndagerðarmenn heimtingu á því að fá heilbrigða gagnrýni á verk sín en aðhald heima fyrir ætti að brýna fólk til betri verka og búa það undir erlenda gagnrýni þar sem kvikmyndagerðarmenn eru metnir af verkinu sjálfu og engu öðru.Valur orðar þetta ansi vel í niðurlagi gagnrýni sinnar á Næsland í DV: "Friðrik Þór er mikill listamaður sem á síst skilið að ráðist sé á hann niðri í bæ. En hann á heldur ekki skilið að fólk standi upp og klappi sjálfkrafa fyrir öllu sem hann gerir. Við eigum betra skilið af honum en þetta. Og hann af okkur."Síðasta vígi gömlu gildanna Dómar um Fálka Friðriks Þórs og Næsland benda eindregið til þess að íslensku bíómyndinrar séu að missa einnar stjörnu forgjöfina en Morgunblaðið virðist þó enn hafa þetta kerfi í hávegum og þar á bæ mega íslenskir kvikmyndagerðarmenn ganga að þremur stjörnum vísum.Fálkar olli almennum vonbrigðum en fékk þrjár stjörnur hjá Mogganum, sömu sögu er að segja um Næsland og mörgum er enn í minni þriggja stjarna dómur sem Opinberun Hannesar, mynd Hrafns Gunnlaugssonar, fékk um áramótin. Myndirnar Kaldaljós og Nói albínói, sem ég held að óhætt sé að fullyrða að séu tvær bestu íslensku myndir síðustu ára og hafa fallið vel í kramið á erlendri grundu, fengu þrjár og hálfa stjörnu hvor. Nú eru það ólíkir gagnrýnendur sem útdeila þessum stjörnum og smekkur fólks er vissulega misjafn og matið því einstaklingsbundið en þegar aðeins hálf stjarna skilur Nóa albínóa og Opinberun Hannesar að hlýtur að læðast að manni sá grunur að horft hafi verið framhjá áberandi göllum Opinberunarinnar þar sem hún er íslensk og verk höfundar síns. Föst áskrift Friðriks Þórs að þremur stjörnum, jafnvel þegar um tvær slökustu myndir hans á ferlinum er að ræða, hlýtur líka að vekja grunsemdir um að gömul og úr sér gengin þjóðernishyggja liti skoðanir gagnrýnenda. Það er nefnilega ekki allt gott sem er íslenskt. Ekki einu sinni í bíó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk kvikmyndagerð hefur tekið mögnuðum stökkbreytingum á síðustu árum. Það er ekki ýkja langt síðan það þótti stórviðburður að ný íslensk bíómynd rataði í kvikmyndahús en í dag þykir ekkert sjálfsagðara. Stórfréttirnar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð í dag snúast ekki lengur um að einhver ofurhuginn ætli að freista þess að gera bíó á Íslandi heldur um það hvaða erlendar stórstjörnur verði í væntanlegum myndum og hversu dýrar þær verði í framleiðslu. Kvikmyndagerð á Íslandi er orðin alþjóðleg og það er ekki síst fyrir ötult frumkvöðlastarf Friðriks Þórs Friðrikssonar og kraftmikil og fersk tilþrif Baltasars Kormáks.Byrjendur með forgjöf Þegar frumherjar íslenskrar kvikmyndagerðar voru að stíga sín fyrstu skref var þeim vitaskuld sýndur skilningur sem hefur kristallast í gegnum árin í þeirri tilhneigingu íslenskra kvikmyndagagnrýnenda til þess að taka varlega á íslenskum myndum og í því sambandi hefur oft verið talað um að íslenskar myndir séu með eins og eina stjörnu í forgjöf á útlendar myndir. Það var í sjálfu sér ekkert athugavert við þetta í upphafi þegar íslenskar myndir voru gerðar af vanefnum og stóðu svo illa í samkeppninni við innflutt efni að forgjöfin var nánast nauðsynleg. Hljóðið í íslenskum myndum var iðulega handónýtt þannig að oft hefði ekkert veitt af því að þær væru textaðar svo söguþráðurinn færi ekki allur fyrir ofan garð og neðan. Við þessar aðstæður var auðvitað eðlilegt að gagnrýnendur einblíndu á það sem heppnaðist vel og tíunduðu svo lélegt hljóð og tæknilega annmarka sem helstu gallana við verkin. Þessi vinnubrögð eru algerlega úrelt í dag þegar öll tæknivinna við íslenskar myndir er hnökralaus og einkennist af fagmennsku. Íslenskar bíómyndir standast að öllu leyti fyllilega samanburð við það sem er verið að gera í nágrannalöndunum og því hljóta þær að vera vegnar og metnar á sömu forsendum. Tími forgjafarinnar er liðinn og ef gagnrýnanda finnst íslensk mynd slæm ber honum að segja það hreint út. Þetta er ekki öfundsverð staða þar sem forgjafarhefðin stendur á traustum grunni.Nó more mister næsgæValur Gunnarsson, kvikmyndagagnrýnandi DV, leggur út af þessu fyrirbæri í upphafi dóms síns um Næsland eftir Friðrik Þór enda fullkomlega meðvitaður um að neikvæð umsögn hans um myndina gengur þvert á pólitíska rétthugsun í íslenskri bíóorðræðu."Það er aldrei gaman að vera boðberi slæmra tíðinda, enda góð og gild hefð fyrir því að hálshöggva slíka," segir Valur en það sem gerir hlutskipti hans og fleiri gagnrýnenda enn þungbærara í tilfelli Næslands er auðvitað sú staðreynd að "Friðrik Þór hefur gert meira en nokkur annar einstakingur til að koma íslenskri kvikmyndagerð á kortið".Jón Hákon Halldórsson, gagnrýnandi hjá Kvikmyndir.com, hlífir Friðriki ekki heldur: "Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri er frábær í sínu fagi og hefur skilið fjöldann allan af góðum kvikmyndum eftir sig. Því miður hefur ferill hans þó eitthvað verið á leið niður á við undanfarið því myndin Fálkar gekk ekki sem skyldi og Næsland er án efa hans allra versta verk." Þeir gagnrýnendur sem hafa gagnrýnt Næsland harðast halda því vel til haga að Friðrik Þór er mikill meistari en þó ekki yfir það hafinn að gera mistök. Sjálfur Alfred Hitchcock gerði 53 bíómyndir, helling af gullmolum en algert drasl inni á milli. Af hverju skyldi Friðrik Þór vera eitthvað öðruvísi? Kvikmyndagagnrýnendur ættu að geta fundið nokkra huggun í hinu fornkveðna að sá er vinur sem til vamms segir og í raun eiga íslenskir kvikmyndagerðarmenn heimtingu á því að fá heilbrigða gagnrýni á verk sín en aðhald heima fyrir ætti að brýna fólk til betri verka og búa það undir erlenda gagnrýni þar sem kvikmyndagerðarmenn eru metnir af verkinu sjálfu og engu öðru.Valur orðar þetta ansi vel í niðurlagi gagnrýni sinnar á Næsland í DV: "Friðrik Þór er mikill listamaður sem á síst skilið að ráðist sé á hann niðri í bæ. En hann á heldur ekki skilið að fólk standi upp og klappi sjálfkrafa fyrir öllu sem hann gerir. Við eigum betra skilið af honum en þetta. Og hann af okkur."Síðasta vígi gömlu gildanna Dómar um Fálka Friðriks Þórs og Næsland benda eindregið til þess að íslensku bíómyndinrar séu að missa einnar stjörnu forgjöfina en Morgunblaðið virðist þó enn hafa þetta kerfi í hávegum og þar á bæ mega íslenskir kvikmyndagerðarmenn ganga að þremur stjörnum vísum.Fálkar olli almennum vonbrigðum en fékk þrjár stjörnur hjá Mogganum, sömu sögu er að segja um Næsland og mörgum er enn í minni þriggja stjarna dómur sem Opinberun Hannesar, mynd Hrafns Gunnlaugssonar, fékk um áramótin. Myndirnar Kaldaljós og Nói albínói, sem ég held að óhætt sé að fullyrða að séu tvær bestu íslensku myndir síðustu ára og hafa fallið vel í kramið á erlendri grundu, fengu þrjár og hálfa stjörnu hvor. Nú eru það ólíkir gagnrýnendur sem útdeila þessum stjörnum og smekkur fólks er vissulega misjafn og matið því einstaklingsbundið en þegar aðeins hálf stjarna skilur Nóa albínóa og Opinberun Hannesar að hlýtur að læðast að manni sá grunur að horft hafi verið framhjá áberandi göllum Opinberunarinnar þar sem hún er íslensk og verk höfundar síns. Föst áskrift Friðriks Þórs að þremur stjörnum, jafnvel þegar um tvær slökustu myndir hans á ferlinum er að ræða, hlýtur líka að vekja grunsemdir um að gömul og úr sér gengin þjóðernishyggja liti skoðanir gagnrýnenda. Það er nefnilega ekki allt gott sem er íslenskt. Ekki einu sinni í bíó.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun