Jónas neitar allri sök 18. október 2004 00:01 Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira