Hressir eftir að Vaidas dó 18. október 2004 00:01 Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira